Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 663
25.01.2018
Hlusta
- Kl. 13:00 - 13:40
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 663
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Strandgata 3 - eignarhluti 0102, verslun og skrifstofurými
Málsnúmer 2018010325Erindi dagsett 24. janúar 2018 þar sem Sólveig L. Tryggvadóttir fyrir hönd Símans hf. sækir um byggingarleyfi til að breyta rými 0102 í húsi nr. 3 við Strandgötu í verslun og skrifstofurými. Meðfylgjandir eru teikningar eftir Jón Þór Þorvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hrafnagilsstræti 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir inngangi í kjallara
Málsnúmer 2017020060Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Sólrún Smáradóttir og Sigþór Sigmarsson sækja um byggingaleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Hrafnagilsstræti. Sótt er um leyfi fyrir byggingu nýs inngangs í kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 23. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.