Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Formaður skipulagsnefndar, Tryggvi Már Ingvarsson, kynnti drög að stefnumörkun skipulagsnefndar.
Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag Norður - Brekku, neðri hluta, var auglýst í Dagskránni 24. apríl 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. \nÓskað var eftir umsögnum frá fimm hagsmunaaðilum um lýsinguna og bárust þrjár umsagnir. \n1) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.\n2) Skipulagsstofnun, dagsett 13. maí 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.\n3) Minjastofnun Íslands, dagsett 30. júní 2014. Engar athugasemdir eru gerðar en bent á að gera skuli húsa- og mannvirkjakönnun.\n\nSkipulagstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi Norður - Brekku, neðri hluta, dagsetta 24. september 2014. Með tillögunni fylgir greinargerð og húsakönnun fyrir svæðið, dagsett 24. september 2014.\nTillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf, sem kynntu tillöguna.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.<BR>Afgreiðslu tillögunnar er frestað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Sigurður Bárðarson f.h. Þingvallastrætis 18 húsfélags, kt. 710585-8739, óskar eftir leyfi til að fjölga íbúðum hússins Þingvallastrætis 18 úr tveimur í þrjár og breyta bílastæðum við húsið þannig að ekið sé inn frá Þórunnarstræti og út á Þingvallastræti ásamt breytingum á útliti hússins. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir umbeðna breytingu á bílastæðum.
Skipulagsstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun skipulagsdeildar fyrir árið 2015.
Erindi dagsett 21. ágúst 2014 frá Pétri Guðmundssyni þar sem hann f.h. Varmárbyggðar ehf., kt. 551106-0390, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8 og 10-12 við Austurbrú. Umbeðnar breytingar snúast um fjölda og gerð íbúða og bílastæði auk annarra þátta.\nHönnuður deiliskipulagsins, Árni Ólafsson, sat fundinn undir þessum lið.
Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista fór af fundi kl. 11:15.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnasvæða sunnan Glerár var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2014.\nÞrjár athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar:\n1) Norðurorka, dagsett 27. ágúst 2014.\nUm er að ræða verulega breytingu fyrir Norðurorku þar sem aðkoma að dælustöð mun þá verða innan lóðar Oddeyrartanga landnr. 149144. Skilyrði þess að Norðurorka geti fallist á breytinguna er að kvaðir verði lagðar á lóðina. Kvaðirnar komi fram á deiliskipulagsuppdrætti og að haft verði samráð við Norðurorku um útfærslu kvaðanna.\n2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 2. september 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.\n3) Ragna Ragnars, dagsett 15. september 2014. Fallist er á breytinguna ef eignarhlutföll lóðarinnar breytast ekki.
Erindi dagsett 9. september og 16. september 2014 þar sem meirihluti eigenda Njarðarness 1, 2, og 14 og Baldursness 2, 4, 6 og 8 óskar eftir niðurfellingu á kvöðum í deiliskipulagi um gangstíg og gróður á lóðunum.
Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Gunnar Kristinsson f.h. Gúmmívinnslunnar ehf., kt. 450509-1670, sækir um stækkun lóðar við Réttarhvamm 1. Meðfylgjandi er teikning.
Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Gunnar Kristinsson f.h. Gúmmívinnslunnar ehf., kt. 450509-1670, sækir um stækkun lóðar við Réttarhvamm 3. Meðfylgjandi er teikning.
Erindi dagsett 8. september 2014 þar sem Birgir Guðmundsson f.h. Háskólans á Akureyri, sækir um leyfi fyrir skilti/söguvörðu við útsýnisstað þar sem Hrafnagilsstræti og Eyrarlandsvegur mætast. Um er að ræða samskonar söguvörðu og þær sem settar hafa verið upp í Innbænum. Utanmál skiltisins yrði 1,3m á breidd og 0,8m hátt. Hæð frá jörðu yrði um 1,4 til 1,5m.
Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegtengingu frá Litluhlíð að Sunnuhvoli. Meðfylgjandi eru grunnmynd og langsnið unnið af verkfræðistofunni EFLU, dagsett september 2014.
Endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri.
Erindi dagsett 5. september 2014 þar sem FR4 ehf., kt. 531006-2160, sækir um lóð nr. 22 við Týsnes. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Erindi dagsett 5. september 2014 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir meðfylgjandi tillögu að götunöfnum í 2. skipulagsáfanga Hálanda.\nSamþykki nafnanefndar á götunöfnum liggur fyrir.
Fundargerð dagsett 11. september 2014. Lögð var fram fundargerð 508. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerð dagsett 18. september 2014. Lögð var fram fundargerð 509. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
<DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV>