Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til desember 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
4. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 10. febrúar 2015:
Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.
Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir umhverfisnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsnefnd og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. febrúar 2015. Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til skipulagsnefndar, 2. lið til velferðarráðs, 3. lið til skólanefndar, 4. lið til bæjarstjóra, 5. lið til framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar, 6. og 7. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði og 8. lið er vísað til framkvæmdadeildar.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0888.html
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. febrúar 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál, 2015. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0889.html