Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2012110172. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.\nFjórar umsagnir bárust:\n1) Umhverfisstofnun, dagsett 3. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.\n2) Hafnarsamlag Norðurlands dagsett 27. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.\n3) Vegagerðin dagsett 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna. Sjá einnig málsnr. 2012110172.\n4) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. apríl 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en bendir á hafa þarf í huga varðveislu Torfunefsbryggju vegna menningarsögulegs gildis.\nTvær athugasemdir bárust:\n1) Jóhannes Árnason, dagsett 28. mars 2014.\nHann mótmælir því að hætt sé við síki í miðbænum og telur að heimild fyrir síki eigi að vera inni á skipulagi en einnig verði heimilt að gera það ekki.\n2) Hjalti Jóhannesson, dagsett 4. apríl 2014.\nHann styður þrengingu Glerárgötunnar og telur nauðsynlegt að endanleg tillaga verði samþykkt eins og hún liggur fyrir núna.
Umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Svar við athugasemdum:
1) Samkvæmt stefnuskrá L-listans, stefnu fleiri framboða og í kjölfar fjölda athugasemda frá bæjarbúum var gert ráð fyrir að síki yrði fellt úr skipulagi og er því skipulagstillagan í samræmi við þá stefnu og athugasemdir.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:13.
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2014010277. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun. Tillögunni fylgir húsakönnun dagsett 11.4.2014.\n22 athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Skipulagsstofnun, Hafnarsamlagi Norðurlands og Vegagerðinni. Umsögn barst of seint frá Minjastofnun Íslands dagsett 14.4.2014.\nÚtdráttur úr umsögnum og athugasemdum eru í fylgiskjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".\nDrög að deiliskipulagstillögunni voru kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi Akureyrar 27. júní 2013. Deiliskipulagstillagan var svo kynnt enn frekar á opnum íbúafundi í Hofi 2. desember 2013.
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.\nEin umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 21. mars 2014 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.\nDeiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014. \nInnkomnar þrjár umsagnir:\n1) Skipulagsstofnun dagsett 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu. \na) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.\nb) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.\n2) Minjastofnun dagsett 20. mars 2014. \na) Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.\n3) Vegagerðin, dagsett 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Erindi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h Nökkva, félags siglingamanna, kt. 450979-0319, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. hluta svæðis siglingaklúbbsins. \nMeðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir framkvæmdasvæðið.
Erindi dagsett 11. apríl 2014 þar sem Bjarkey Gunnlaugsdóttir sækir um stækkun samkvæmt gildandi deiliskipulagi á lóð nr. 4 við Grundargötu.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir erindið. </DIV><DIV><DIV>Lóðarskrárritara er falið að þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi í tölvupósi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Guðmundur R. Lúðvíksson sækir um áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassa íslensku jólasveinanna í göngugötunni á Akureyri.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant og hafnar því áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassann í göngugötunni á Akureyri. Póstkassinn skal fjarlægður fyrir 1. maí n.k., að öðrum kosti verður hann fjarlægður á kostnað umsækjanda.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Á fundi skipulagsnefndar þann 26.3 2014 var lagt til að stofnaður yrði starfshópur í samráði við Eyjafjarðarsveit um að leggja fram fullmótaða tillögu að flutningsleiðum raforku gegnum land bæjarins og áfram að Bíldsársskarði sem hægt væri að kostnaðargreina. \nUmhverfisnefnd fer þess á leit við skipulagsnefnd að fulltrúi frá nefndinni verði einnig skipaður í starfshópinn. Umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 15. apríl sl. að formaður umhverfisnefndar Hulda Stefánsdóttir, tæki sæti í starfshópnum.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir beiðni umhverfisnefndar um að formaður nefndarinnar Hulda Stefánsdóttir taki sæti í starfshópnum.</DIV></DIV></DIV></DIV>