Öldungaráð - 8
- Kl. 09:00 - 10:15
- Rósenborg - fundarherbergi samfélagssviðs 2. hæð (austur)
- Fundur nr. 8
Nefndarmenn
- Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
- Sigurður Hermannssonvaraformaður
- Gunnar Gíslason
- Halldór Gunnarsson
- Anna G Thorarensen
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Heilsueflandi samfélag
Málsnúmer 2015030173Framhald umræðu frá síðsta fundi.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir samtali sem hann átti við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Öldungaráð Íslands sem héldu ráðstefnuna "Rokkað inná efri ár - nýjar forvarnaleiðir". Ráðstefnan var tekin upp og eru nú öll erindi hennar aðgengileg á Youtube. Ekki er áhugi þessara aðila að koma norður með erindi. Rætt var um að halda fund á Akureyri um miðjan maímánuð með fyrirlesurum frá Akureyri.
Öldungaráð - önnur mál
Málsnúmer 2017040160Farið var yfir nokkur mál.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir svari frá Sjúkratryggingum Íslands við fyrirspurn þess eðlis hvort hægt væri að fá kynningu á nýja sjúkratryggingakerfinu hingað norður. Svarið var einfalt; "við sendum ekki starfsmann norður en ykkur er frjálst að senda inn spurningar".
Fullrúar EBAK sögðu frá ráðstefnu sem félagið í samstarfi við HA stendur fyrir þann 12. apríl nk. en yfirskriftin er Maður er manns gaman. Ráðstefna um félagsauð og heilsu á efri árum.
Rætt var um að fá kynningu á þjónustu Akureyrarbæjar á stuttum kynningarfundi fyrir eldri borgara. Fundurinn yrði í Bugðusíðu. Rætt var um að gaman væri að fá kynningu á nýsköpun og velferðartækni í öldrunarþjónustu. Sviðstjóra falið að vinna áfram.
Ítrekað var að fari þyrfti í endurskoðun á samþykkt Öldrunarráðs.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarsvið
Málsnúmer 2018030057Jón Hrói Finnsson sviðsstjóra Búsetusviðs mætti á fundinn og fór yfir helstu áhersluatriði í 10 ára áætlun velferðarsviðs.
Öldungaráð þakka Jóni Hróa fyrir góða kynningu. Öldungaráð hvetur velferðarráð til að eiga samtal við félag eldri borgara um áherslur í áætluninni.
Næsti fundur ákveðin þriðjudaginn 3. apríl nk.