Umhverfis- og mannvirkjaráð - 38
- Kl. 08:15 - 10:30
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 38
Nefndarmenn
- Jóhann Jónssonvaraformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Gunnar Gíslason
- Jóhanna Sólrún Norðfjörð
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
Slökkvilið Akureyrar - starfsmannamál
Málsnúmer 2018080971Lagt fram minnisblað dagsett 29. ágúst 2018 vegna fjölgunar starfsmanna í varðliði Slökkviliðs Akureyrar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjölga um 3 stöðugildi í varðliði Slökkviliðs Akureyrar.
Hrísey - efnisvinnsla
Málsnúmer 2018070376Lögð fram tilboð sem bárust í efnisvinnslu í Hrísey. Alls bárust tvö tilboð frá tveimur aðilum:
GV Gröfur ehf. kr. 39.710.000 121%
Skútaberg ehf. kr. 39.580.000 120%
Kostnaðaráætlun kr. 32.890.000Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Skútabergs ehf.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019
Málsnúmer 2018080973Lagt fram minnisblað dagsett 28. ágúst 2018 vegna áætlunar húsa- og lausafjárleigu ársins 2019.
Skautafélag Akureyrar - endurnýjun gáma við Skautahöll
Málsnúmer 2018080410Frístundaráð hefur á fundi sínum þann 22. ágúst 2018 óskað eftir umsögn frá umhverfis- og mannvirkjaráði vegna beiðnar Skautafélags Akureyrar um kaup á nýjum gámum við Skautahöll í stað þeirra eldri sem fyrir eru.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar að gefa umsögn þar til frekari gögn liggja fyrir.
Evrópsk samgönguvika
Málsnúmer 2018080974Rætt um Evrópsku samgönguvikuna sem haldin er í september ár hvert.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir þátttöku í Evrópsku samgönguvikunni sem verður haldin 16. - 22. september 2018.
Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar - verkefni UMSA
Málsnúmer 2018080975Rætt um verkefni UMSA vegna Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar sem samþykkt var 2017 í bæjarstjórn.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur forstöðumanni umhverfismála að taka saman stöðuskýrslu á verkefnum stefnunnar og leggja fyrir ráðið.