Bæjarstjórn - 3441
- Kl. 16:00 - 16:16
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3441
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Dagbjört Elín Pálsdóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Andri Teitsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki
Málsnúmer 2017040095Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. september 2018:
Lagður fram viðauki 12.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti innihald viðaukans.Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2018-2022
Málsnúmer 2018090322Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. september 2018:
Ráðningarsamningur við bæjarstjóra lagður fram til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 49. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum
Málsnúmer 2018040318Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. september 2018:
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráráreyrum sem felst í að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til 20. september 2018 og bárust engar athugasemdir. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar dagsett 18. september þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og Norðurorku dagsett 19. september 2018 þar sem fram koma ábendingar sem varða lagnir á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Ránargata 27 - fyrirspurn vegna breytinga
Málsnúmer 2018060069Liður 23 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. september 2018:
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 5. júní 2018 þar sem Ríkharður Ólafur Ríkharðsson og Bryndís Vilhjálmsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi endurbætur á húsi nr. 27 við Ránargötu. Fyrirhuguð er endurbygging þaks með kvistum og bygging á sólpalli á þaki bílgeymslu. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir grunnmynd og útlit hússins eftir breytingar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Arnfríður Kjartansdóttir V-lista, öldungur ráðsins, tók við stjórn fundarins.
Þar sem engin athugasemd barst við grenndarkynningu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
LSA - breytingar á samþykktum sjóðsins 2018
Málsnúmer 2018090396Erindi dagsett 26. september 2018 frá Einari Ingimundarsyni héraðsdómslögmanni f.h. stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar varðandi tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins sem ætlunin er að taka fyrir á aukaársfundi þann 4. október nk.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson tók til máls og kynnti breytingatillögurnar.
Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Gunnar Gíslason.Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingatillögur með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.