Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 803
- Kl. 13:00 - 13:30
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 803
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021011891Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi 2. hæðar ásamt tæknirými á 3. hæð á lóð nr. 20 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar og gögn 15. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hafnarstræti 108 - fyrirspurn vegna íbúða
Málsnúmer 2021020380Erindi dagsett 8. febrúar 2021 þar sem Gunnlaugur Björn Jónsson fyrir hönd H108 ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytta notkun á 2., 3. og 4. hæð hússins nr. 108 við Hafnarstræti. Fyrirhuguð er breyting úr gistiheimili í þrjár íbúðir. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.
Rangárvellir 2, hús 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021021267Erindi dagsett 19. febrúar 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyri hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Rangárvelli, bygging 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Rangárvellir 2, hús 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021021271Erindi dagsett 19. febrúar 2021 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Rangárvelli, bygging 5. Fyrirhugað er að fjarlægja sprinklerkerfi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Þingvallastræti 4 - umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 2021023134Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Heilsuverndar ehf. sækir um breytingu á skráningu á húsi nr. 4 við Þingvallastræti í gistiskála í flokki IIc. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Lyngholt 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2021023159Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Sigurðar Sigþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús og bílgeymslu á lóð nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Hafnarstræti 39 - umsókn um byggingarleyfi vegna endurbóta innanhúss
Málsnúmer 2020100577Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd 603 ehf. sækir um byggingarleyfi vegna endurbóta innanhúss í húsi nr. 39 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomar nýjar teikningar 18. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kotárgerði 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna svalaskýlis
Málsnúmer 2020110851Erindi dagsett 24. nóvember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu garð-/svalaskýlis við hús nr. 29 við Kotárgerði. Erindið fór fyrir skipulagsráð 10. febrúar sl. sem gerði ekki athugasemd við byggingu skýlisins.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.