Umhverfisnefnd - 106
- Kl. 10:00 - 11:45
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 106
Nefndarmenn
- Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Áshildur Hlín Valtýsdóttir
- Kristinn Frímann Árnason
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Jafnréttisstefna 2015-2019
Málsnúmer 2015060217Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskar eftir umsögn um hana. Meðfylgjandi er tillaga að nýrri stefnu en eldri stefnu má finna á www.akureyri.is
Afgreiðslu málsins frestað.
Umhverfisnefnd óskar eftir að Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mæti á næsta fund nefndarinnarBjarnarkló á Akureyri
Málsnúmer 2015080046Tekið fyrir erindi frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem vakin er athygli á útbreiðslu risahvanna á Akureyri.
Umhverfisnefnd lítur málið alvarlegum augum og mun fara í að stemma stigu við útbreiðslu plöntunnar í bæjarlandinu. Allar tegundir risahvanna eru á A-lista reglugerðar um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda (reglugerð 583/2000 og breytingarreglugerð 505/2011 sjá: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/4443). Tegundir á A-lista er óheimilt að flytja til landsins og rækta hérlendis. Lóðareigendur eru hvattir til að uppræta plöntuna ef hún finnst í þeirra görðum.
Samgönguvika 2015
Málsnúmer 2015080054Umræður um fyrirkomulag samgönguviku.
Umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í samgönguviku með svipuðu sniði og síðustu ár. Starfsmönnum falið að vinna að málinu.
Hreinsun svæða og lóða
Málsnúmer 2015080053Umræður um fyrirkomulag hreinsunar bæjarlandsins.
Umhverfisnefnd kallar eftir verklagsreglum um aðgerðir ef íbúar bregðast skyldum sínum við að halda lóðum og lendum snyrtilegum sbr. samþykkt um umgengni utanhúss á starfsvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, nr. 563/2002.
Úrgangsmál - starfshópur
Málsnúmer 2014110224Farið yfir stöðu málaflokksins, reynslu af nýju fyrirkomulagi á gámasvæði og fyrirhuguðu kynningarátaki.
Umhverfisnefnd felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.