Stjórn Akureyrarstofu - 209
10.05.2016
Hlusta
- Kl. 17:00 - 18:40
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 209
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðframkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Menningarfélag Akureyrar
Málsnúmer 2014090088Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Sigurður Kristinsson formaður stjórnar félagsins komu á fundinn til að fara yfir rekstar- og verkefnastöðu félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Þuríði og Sigurði fyrir komuna og greinargóða upplýsingagjöf.
Gásakaupstaður - skipun fulltrúa í stjórn 2016
Málsnúmer 2015050010Skipa þarf nýjan fulltrúa í stjórn Gásakaupstaðar ses.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferðamála á Akureyrarstofu sem fulltrúa sinn í stjórnina.
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2016
Málsnúmer 2016030068Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2016.