Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 534
- Kl. 13:00 - 14:30
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 534
Nefndarmenn
- Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
- Ólafur Jakobsson
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Aðalstræti 4 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2013020095Erindi dagsett 12. mars 2015 þar sem Stefán Örn Stefánsson f.h. Minjaverndar hf., 700485-0139, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Aðalstræti 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Stefán Örn Stefánsson ásamt gátlista og ýtarlegu erindi.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Kaupvangsstræti 1 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og kvistum
Málsnúmer 2015020074Erindi dagsett 11. febrúar 2015 þar sem Gísli Gestsson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, og Víðsjár-kvikmyndagerðar ehf., kt. 490703-3060, sækir um byggingarleyfi fyrir kvistum og viðbyggingu við Kaupvangsstræti 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Jónsson. Innkomnar teikningar 26. mars 2015.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hamrar 2, hús nr. 3 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014010237Erindi dagsett 31. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af þjónustuhúsi nr. 3 að Hömrum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Geislagata 12 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014060009Erindi dagsett 31. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Verkmax ehf., kt. 610999-2129, og Hringbergs ehf., kt. 480607-0900, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 12 við Geislagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.