Fræðslu- og lýðheilsuráð - 61
- Kl. 13:00 - 14:01
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 61
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jón Hjaltason
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Erna Rós Ingvarsdóttirverkefnastjóri leikskóla
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Ida Eyland Jensdóttirforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Sundfélagið Óðinn - afnot af Sundlaug Akureyrar vegna AMÍ
Málsnúmer 2023020573Erindi dagsett 14. október 2024 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 27.-29. júní 2025 til að halda Aldursflokkamóts Íslands í sundi. Óskað er eftir afnotum af öllu mannvirkinu, þ.e. báðum útilaugunum, innilaug og búningsaðstöðu á meðan keppni stendur yfir.
Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindi sundfélagsins Óðins. Forstöðumanni sundlauga Akureyrar er falið að vinna málið áfram í samráði við sundfélagið Óðinn.
ÍBA - viðhalds- og búnaðaróskir og þarfir aðildarfélaga ÍBA
Málsnúmer 2024091032Tekinn fyrir að nýju hluti af samantekt ÍBA yfir viðhalds- og búnaðaróskir aðildarfélaga ÍBA vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2025. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 25. september sl.
Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptur verði traktor til afnota fyrir golfvallarsvæðið fyrir allt að 16 milljónir, fjármagnaður úr búnaðarsjóði UMSA. Einnig er óskað eftir því við UMSA að kanna möguleika á öðrum hagkvæmari leiðum til að verða við erindinu.
Samningar KFUM og KFUK við Akureyrarbæ - 2023-2026
Málsnúmer 2023030903Lagður var fram samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK sem gildir til þriggja ára, frá 1. janúar 2024 - 31. desember 2026.
Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs til samþykktar.
Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2025-2028
Málsnúmer 2024050490Umræða um fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2025-2028.
Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs.Foreldrafélag Hólmasólar varðandi bílastæðamál
Málsnúmer 2024100599Foreldrafélag Hólmasólar sendi erindi 12. september 2024 varðandi bílastæðamál við skólann.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til UMSA.
Reglur um leikskólaþjónustu
Málsnúmer 2024050358Lagðar voru fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð tillögur að skýrara orðalagi í reglum um leikskólaþjónustu.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar reglur.
Erindi til fræðslu- og lýðheilsuráðs frá faghópi leikskólastjóra
Málsnúmer 2024100621Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, kom á fundinn kl.13:39 undir þessum lið.
Erindi dagsett 3.júní 2024 frá fagráði skólastjórnenda í leikskólum á Akureyri vegna nemenda í miklum vanda.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar faghópi leikskólastjóra fyrir erindið og leggur til að skipaður verði starfshópur með það að markmiði að móta ramma til að mæta nemendum í miklum vanda, bæði hvað varðar leiðir til að mæta þörfum þeirra í skólakerfinu og rými innan hvers skóla. Sviðstjóra er falið að vinna málið áfram.
Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Barnvænt hagsmunamat.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málum 5 og 7 til kynningar í ungmennaráði.