Bæjarráð - 3874
- Kl. 08:15 - 09:12
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3874
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Afskriftir lána 2024
Málsnúmer 2024110090Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. desember 2024:
Lögð fram tillaga velferðarsviðs um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð.
Anna Marit Níelsdóttir þjónustustjóri og Halldóra K. Hauksdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillögu að afskriftum lána með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.Bæjarráð samþykkir að afskrifuð verði lán vegna fjárhagsaðstoðar sem veitt voru 2015-2023 þar sem hefðbundnar innheimtuaðgerðir hafa verið reyndar án árangurs. Heildarfjárhæð er kr. 2.449.247.
Hulduholt 29 og 31 - Lóðaúthlutun
Málsnúmer 2024120308Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:
Skipulagsráð samþykkti deiliskipulagsbreytingu fyrir Hulduholt 31 í október sl. og var breytingin samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 25. október sl.
Lagðir eru fram útboðsskilmálar fyrir lóðirnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, þegar lóðirnar hafa verið stofnaðar í fasteignaskrá og mæliblað hefur verið uppfært.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála þegar lóðirnar hafa verið stofnaðar í fasteignaskrá og mæliblað hefur verið uppfært. Miðað er við að lágmarksverð fyrir byggingarrétt sé fimm milljónir króna.
Fylgiskjöl
Skákfélag Akureyrar - endurnýjun á samningi
Málsnúmer 2015060184Lagður fram til samþykktar samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem gildir frá 20. desember 2024 til 31. desember 2026.
Málið var á dagskrá fræðslu- og lýðheilsuráðs 11. desember sl. og var samningnum vísað til bæjarráðs.Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Skákfélag Akureyrar og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Fylgiskjöl
Bæjarráð - fundaáætlun 2022-2026
Málsnúmer 2022060415Lögð fram tillaga að fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2025.
Bæjarráð samþykkir fundaáætlun bæjarráðs fyrir árið 2025.
Umsóknir um tækifærisleyfi 2024
Málsnúmer 2024010249Lagt fram erindi dagsett 17. desember 2024 þar sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um umsókn um lengri afgreiðslutíma á Götubarnum aðfaranætur 23. desember og 27. desember.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn til sýslumannsins á Norðurlandi eystra með vísan til 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og B. kafla reglugerðar nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, vegna umsóknar Götubarsins ehf. um lengri afgreiðslutíma aðfaranætur 23. desember og 27. desember nk., til kl. 03.00. Ákvörðun þessi hefur jafnframt áhrif á aðra rekstraraðila veitingastaða í flokki III, ef óskað er lengri opnunartíma til sýslumanns, með vísan til jafnræðisreglu.
Fylgiskjöl
Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna
Málsnúmer 2024121055Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2024 - Drög að flokkun tíu vindorkuverkefna.
Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2025. Hægt er að senda inn umsögn í gegnum samráðsgáttina: https://island.is/samradsgatt/mal/3868.Fylgiskjöl
SSNE - aukaþing, janúar 2025
Málsnúmer 2024121346Erindi dagsett 17. desember 2024 þar sem Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra boðar til rafræns aukaþings SSNE þriðjudaginn 7. janúar næstkomandi. Tilefni þingsins er samþykkt nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2029.
Fylgiskjöl
Fundargerðir öldungaráðs
Málsnúmer 2023050173Lagðar fram til kynningar fundargerðir 40. og 41. fundar öldungaráðs sem voru haldnir 23. október og 13. nóvember sl.
Fylgiskjöl
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2024
Málsnúmer 2022030389Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 5. desember sl.
Fylgiskjöl
Hafnasamlag Norðurlands 2024
Málsnúmer 2024020752Lögð fram til kynningar fundargerð 293. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands sem haldinn var 11. desember 2024.
Fylgiskjöl
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024
Málsnúmer 2022031302Lögð fram til kynningar fundargerð 305. fundar stjórnar Norðurorku sem var haldinn 10. desember sl.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024
Málsnúmer 2024010317Lögð fram til kynningar fundargerð 959. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem var haldinn 29. nóvember sl.
Fylgiskjöl