Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 914
- Kl. 09:00 - 9:45
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 914
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Eyrún Halla Eyjólfsdóttirfundarritari
Ráðhústorg 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023041142Erindi dagsett 26. apríl 2023 þar sem Haraldur S. Árnason sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á lóð nr. 7 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hafnarstræti 104 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023021003Erindi dagsett 10. febrúar 2023 þar sem Gunnar Bogi Borgarsson fyrir hönd Mælifellshnjúks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á húsi nr. 104 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Gunnar Boga Borgarsson. Innkomin ný gögn 28. apríl 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Austursíða 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023040222Erindi dagsett 8. apríl 2023 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á lóð nr. 6 við Austursíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ólaf Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. maí 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Vanabyggð 10C - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023031311Erindi dagsett 23. mars 2023 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sækir um fyrir hönd Írisar Fannar Gunnlaugsdóttur byggingagaráform og byggingarheimild á lóð nr. 10C við Vanabyggð. Innkomin ný gögn 21. maí 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Munkaþverárstræti 21 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2023040922Erindi dagsett 25. apríl 2023 þar sem Birgir Bjarnason sækir um úrtak á kantsteini við bílastæði húss nr. 21 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi er afstöðumynd og samþykki meðeiganda.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.