Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 867
- Kl. 13:00 - 14:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 867
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Hulduholt 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022051558Erindi dagsett 27. maí 2022 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Kötlu ehf. byggingarfélags sækir um byggingarleyfi fyrir fjögurra íbúða raðhúsi á einni hæð á lóð nr. 13 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Goðanes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022051620Erindi dagsett 29. maí 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd P3 fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu á lóð nr. 1 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar efti Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Eyjafjarðarbraut - umsókn um stöðuleyfi gáma við flugstöð
Málsnúmer 2022060308Erindi dagsett 3. júní 2022 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Isavia sækir um stöðuleyfi fyrir gáma við flugstöðina á Akureyri til þess bæta aðstöðu innanlandsfarþega þegar millilandaflug stendur yfir. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Mýrarvegur Kaupangur - umsókn um byggingarleyfi, endurhæfingarstöð
Málsnúmer 2022050450Erindi dagsett 9. maí 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi Kaupangs við Mýrarveg. Fyrirhugað er að opna endurhæfingarstöð á 2. hæð hússins í rými 0207.
Í því felst að setja upp lyftu í stað stiga á vesturhlið og glugga/svalahurð og svalir á norðurhlið. Innkomnar nýjar teikningar 2. júní 2022.Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Dalsbraut 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir stúku
Málsnúmer 2022051611Erindi dagsett 27. maí 2022 þar sem Ragnar Bjarnason fyrir hönd Knattspyrnufélags Akureyrar sækir um stöðuleyfi fyrir bráðabirgðastúku sunnan við íþróttahús KA við Dalsbraut. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs. Áður en bráðabirgðastúkan er tekin í notkun skal úttekt eftirlitsaðila byggingarfulltrúa og vinnueftirlits fara fram.