Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 916
- Kl. 10:30 - 11:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 916
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Eyrún Halla Eyjólfsdóttirfundarritari
Hrafnagilsstræti 37 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023050492Erindi dagsett 9. maí 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Guðmundar Þórs Birgissonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingu á útliti ásamt breytingu á innra skipulagi 1. hæðar í húsi nr. 37 við Hrafnagilsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Baldursnes 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023050367Erindi dagsett 5. maí 2023 þar sem Almar Eggertsson fyrir hönd Baldursnes 5 byggingarvers ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 5 við Baldursnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Almar Eggertsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023020769Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í bílgeymslu við hús sitt að Margrétarhaga 8.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hlíðarfjallsvegur 41 áhaldahús - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023040621Erindi dagsett 18. apríl 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir áhaldahús á lóð nr. 41 við Hlíðarfjallsveg. Innkomnar nýjar teikningar 17. maí 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Vestursíða 13 - umsókn um rannsóknarleyfi vegna jarðtæknirannsóknar
Málsnúmer 2023050816Erindi dagsett 16. maí 2023 þar sem Friðrik Ó. Friðriksson fyrir hönd FSRE sækir um að fá að gera jarðvegsrannsóknir og taka prufuholur á lóð nr. 13 við Vestursíðu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.