Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 742
- Kl. 13:00 - 14:05
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 742
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Krókeyrarnöf 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stoðvegg
Málsnúmer 2019050408Erindi dagsett 15. maí 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Brynjars Bragasonar og Höllu Bergþóru Halldórsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir stoðvegg á lóðarmörkum húss nr. 16 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Gleráreyrar 1, rými 45 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2019060444Erindi móttekið 5. september 2019 þar sem Þorvarður L. Björgvinsson fyrir hönd Arion banka ehf., kt. 581008-0150, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af rými 45 í húsi nr. 1 á Gleráreyrum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorvarð L. Björgvinsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Byggðavegur 93 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantstein
Málsnúmer 2019080018Erindi dagsett 27. september 2019 þar sem Valdís B. Jónsdóttir og Óskar Harðarson sækja um úrtak á kantsteini við bílastæði húss nr. 93 við Byggðaveg. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Samþykktin er með því skilyrði að sett verði handrið á kant meðfram innkeyrslu. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.
Goðanes 7 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2019080019Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Súluvegur, Möl og Sandur - umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2019100055Erindi dagsett 1. október 2019 þar sem Rúnar Þór Björnsson, Arna Georgsdóttir og Birkir Björnsson sækja um stöðuleyfi á lóð Malar og sands við Súluveg fyrir sumarhúsi. Tímabilið er frá og með deginum í dag til 1. ágúst 2020. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa og skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Krókeyrarnöf 14 - byggingarleyfi fyrir einbýli
Málsnúmer BN070286Erindi dagsett 16. september 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grettistaks ehf., kt. 680717-0950, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á húsi nr. 14 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 30. september 2019.
Byggingarfulltrú frestar erindinu þar til fyrir liggur samþykki kaupenda.