Skólanefnd - 3
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Preben Jón Péturssonformaður
- Anna Sjöfn Jónasdóttir
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Helgi Vilberg Hermannsson
- Sædís Gunnarsdóttir
- Áslaug Magnúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Kristín Sigfúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Eyrún Skúladóttirfulltrúi skólastjóra
- Jón Aðalsteinn Brynjólfssonfulltrúi grunnskólakennara
- Sædís Inga Ingimarsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- Kristlaug Þ Svavarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Hildur Elínar Sigurðardóttirfulltrúi leikskólakennara
- Áshildur Hlín Valtýsdóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Auglýsingar í leik- og grunnskólum - viðmiðunarreglur
Málsnúmer 2014010209Fyrir fundinn var lögð tillaga að viðmiðunarreglum um auglýsingar í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Afgreiðslu tilögunnar var frestað á síðasta fundi skólanefndar og óskað eftir því að skólanefndarfulltrúar kynntu hana í sínu baklandi.
<DIV>Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur fræðslustjóra að gera beytingar á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.</DIV>
Reglur um afslætti af gjaldskrám fræðslu- og uppeldismála
Málsnúmer 2013100162Fyrir fundinum lá tillaga til umræðu um nýjar reglur vegna afslátta á gjaldskrám leikskóla. Á fundi skólanefndar 6. janúar 2014 var samþykkt að fela leikskólafulltrúa að vinna áfram að reglunum í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan felur það í sér að sækja þurfi um afslátt frá gjaldskrá og að afsláttarprósenta verði tekjutengd í tveimur þrepum. Sambærilegar reglur eru gildar í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Þá liggur einnig fyrir erindi frá bæjarráði dags. 16. janúar 2014. Þar er greint frá því að Heimir Eggerz Jóhannsson hafi mætt í viðtalstíma bæjarfulltrúa.\nHeimir er ósáttur við afsláttarfyrirkomulag í mötuneytum grunnskóla og frístund og vistunargjöld í leikskóla sem ná til námsmanna og einstæðra foreldra en ekki öryrkja.
<DIV>Skólanefnd frestar afgreiðslu og felur leikskólafulltrúa að vinna að breytingu á tillögunni í samræmi við umræður á fundinum.</DIV>
Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2013
Málsnúmer 2013060268Fyrir fundinn var lagt til kynningar bráðabirgðauppgjör á rekstri Fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2013.
<DIV></DIV>
Lundarskóli - frístund, aðstaða
Málsnúmer 2013060212Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. desember 2013 frá skólastjóra Lundarskóla. Þar er lögð fram tillaga frá skólanum um framtíðarlausn á aðstöðu vegna frístundar við skólann. Þá er samhliða óskað eftir ýmsum lagfæringum innanhúss til að nýta húsnæðið sem best til kennslu. Skólanefnd óskaði eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar, á fundi sínum 16. desember 2013, að tillögurnar yrðu kostnaðarmetnar. Fyrir fundinum lá umbeðið kostnaðarmat.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að fara í þær breytingar á húsnæði Lundarskóla sem taldar eru upp í meðfylgjandi skjali sem tengjast tilfærslu á aðstöðu frístundar. Þá vill skólanefnd þakka stjórnendum og starfsfólki Lundarskóla fyrir lausnamiðaða vinnu.</DIV></DIV>
Ytra mat á grunnskólum - Síðuskóli
Málsnúmer 2014010235Lagt fram til kynningar erindi dags. 15. janúar 2014 frá Námsmatsstofnun. Þar er tilkynnt um að Síðuskóli á Akureyri sé í hópi þeirra 10 skóla sem hafa verið valdir í samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, um mat og eftirlit með skólastarfi í samræmi við ákvæði grunnskólalaga þar að lútandi. Fram kemur að starf skólans verður metið á tímabilinu september til desember 2014.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>