Umhverfis- og mannvirkjaráð - 7
- Kl. 08:15 - 10:40
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 7
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Eiríkur Jónsson
- Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Rangárvallarstígur - framkvæmd
Málsnúmer 2017030078Lagt fram minnisblað dagsett 29. mars 2017 ásamt tilboðum sem bárust í framkvæmd við stíginn og eftirlit framkvæmdanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur, Nesbræður ehf um verklega framkvæmd og Mannvit ehf um eftirlit með framkvæmdinni.
Reiðleiðir í landi Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2017020055Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 28. mars 2017 vegna framkvæmdanna.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 2017030590Farið yfir fjárfestingaráætlun fyrir árið 2017 og stöðu verkefna.
Stígur meðfram Drottningarbraut
Málsnúmer 2011100134Lagt fram minnisblað dagsett 30. mars 2017 vegna forgangsröðunar verka við stíginn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða forgangsröðun framkvæmda við stíginn.
Viðaukar - reglur
Málsnúmer 2017020133Lagðar fram til kynningar reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ dagsettar 16. mars 2017.
Skógræktarfélag Eyfirðinga - ósk um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits í Kjarnaskógi
Málsnúmer 2017030188Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2017 frá ræktunarafmælisnefnd Skógræktarfélags Eyfirðinga um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits fyrir tré og runna í Kjarnaskógi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framtakinu og vísar styrkumsókninni til bæjarráðs.
Hrísey - fegrunarátak
Málsnúmer 2017030589Rætt um fegrunarátakið í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og boða til íbúafundar í Hrísey í samráði við hverfisnefndina þar til að kynna verkefnið.
Stöðuskýrslur rekstrar 2017
Málsnúmer 2017020164Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs.