Velferðarráð - 1248
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1248
Nefndarmenn
- Erla Björg Guðmundsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Jón Hrói Finnssonsviðsstjóri búsetusviðs
- María Sigurbjörg Stefánsdóttirfundarritari
Fjölskyldusvið - félagsleg húsnæðismál
Málsnúmer 2017020144Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður fjölskyldusviðs, sem sat fundinn undir þessum lið, fór yfir stöðu nýrra verkefna fjölskyldusviðs vegna leiguíbúða og sérstaks húsnæðisstuðnings. Lagt fram minnisblað dagsett 1. mars 2017.
Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar kynninguna.
Fjölskyldusvið - barnavernd 2016
Málsnúmer 2017020142Lögð fram til kynningar ársskýrsla barnaverndar 2016 dagsett 14. febrúar 2017.
Áskell Örn Kárason forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti efni skýrslunnar.Velferðarráð óskar eftir gögnum varðandi lögfæðikostnað í barnaverndarmálum.
Áskeli þökkuð kynningin.Fjölskyldusvið - stjórnkerfisbreytingar
Málsnúmer 2017020143Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti stjórnsýslubreytingar á fjölskyldusviði.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar kynninguna.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016
Málsnúmer 2016020160Lögð fram rekstrarniðurstaða allra málaflokka velferðarráðs fyrir árið 2016.
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur
Málsnúmer 2015010160Magnús Kristjánsson hagfræðingur hjá KPMG sat fundinn undir þessum lið. Hann kynnti og greindi frá framgangi vinnu við úttekt og greiningu á rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar.
Einnig greindi Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, sem sat fundinn undir þessum lið, frá heimsóknum starfsmanna til annarra hjúkrunarheimila, til gagnaöflunar og samanburðar vegna reksturs heimilanna.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar kynninguna.
Samstarf og forathugun á áhrifum fæðubótaefnis
Málsnúmer 2017020162Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson, kynnti samstarfssamning ÖA, Genís og Háskólans á Akureyri um forathugun á áhrifum fæðubótaefnisins Benecta.
Um er að ræða forkönnun þar sem markmiðið er að kanna möguleg áhrif fæðubótaefnisins á almenna líðan og lífsgæði íbúa ÖA og eldra fólks.Velferðarráð þakkar kynninguna.