Stjórn Akureyrarstofu - 168
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 168
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Mínerva Björg Sverrisdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Guðmundur Ármann Sigurjónsson
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2014
Málsnúmer 2014050030Lagt fram rekstraryfirlit fyrir málaflokka Akureyrarstofu fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Jafnframt rætt um fyrirhugaða sölu Deiglunnar í Listagili sem ekki hefur gengið eftir en var mikilvægt atriði í sparnaðaráformum yfirstandandi árs.\nHlynur Hallsson forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir miðstöðvarinnar um nýtingu á Deiglunni og öðrum rýmum sem hún hefur umsjón með í Gilinu.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni gagnlegar umræður og mun með haustinu heimsækja Sjónlistamiðstöðina til að fá nánari innsýn í starfið.</DIV>
Staðsetning og ástand útilistaverka - vinnuhópur 2014
Málsnúmer 2014070158Lögð fram tillaga formanns stjórnar Akureyrarstofu um stofnun vinnuhóps sem fari yfir núverandi staðsetningu á útilistaverkum í bænum og geri tillögur um breytta staðsetningu á einstökum verkum ef ástæða þykir til. Hópurinn vinni jafnframt skýrslu um ástand útilistaverka og viðhaldsþörf og geri áætlun um lagfæringar.
Stjórn Akureyrarstofu skipar Hlyn Hallsson forstöðumann Sjónlistamiðstöðvarinnar og Rósu Júlíusdóttur myndlistarkonu í hópinn fyrir sína hönd og óskar jafnframt eftir því að Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri taki sæti í hópnum. Forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar boði fyrsta fund hópsins og gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í lok nóvember nk.Menningarfélag Akureyrar - samrekstur LA, MH og SN
Málsnúmer 2014070163Lögð fram til kynningar endanleg skipulagsskrá Menningarfélags Akureyrar, greint frá stofnun þess þann 19. júlí 2014 og framvindu málsins. Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurland stofnuðu félagið í sameinginu og skipa hvert einn fulltrúa í stjórn og annan til vara.\nAkureyrarbær skipar, skv. skipulagsskrá, einn fulltrúa sem jafnframt er formaður stjórnar og annan til vara.\nFulltrúi Akureyrarbæjar Sigurður Kristinsson var skipaður af bæjarráði á fundi þess þann 10. júlí sl. Varafulltrúi Akureyrarbæjar er Sædís Gunnarsdóttur.\nAðalfulltrúar aðildarfélaganna eru: Arnheiður Jóhannsdóttir, Magna Guðmundsdóttir og Rúnar Þór Sigursteinsson.\nLitið er á þrjú fyrstu starfsárin sem tilraunatíma þar sem félögin framselja verkefni sín og skyldur til nýja félagsins samkvæmt samningum sem þau gera við Akureyrarbæ.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu fagnar stofnun félagsins og óskar stjórn og starfsmönnum velfarnaðar í mikilvægu þróunarstarfi framundan.</DIV></DIV>
Fjárhagsáæltun 2015 - stjórn Akureyrarstofu
Málsnúmer 2014070161Lögð fram tímaáætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2015. Jafnframt rætt um gerð starfsáætlunar sem fram fer samhliða fjárhagsáætlunargerðinni.
<DIV></DIV>