Umhverfisnefnd - 70
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 70
Nefndarmenn
- Hulda Stefánsdóttirformaður
- Páll Steindórsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kristinn Frímann Árnason
- Petrea Ósk Sigurðardóttir
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
- Sif Sigurðardóttiráheyrnarfulltrúi
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Jón Birgir Gunnlaugssonfundarritari
Gámaþjónusta Norðurlands - kynning á starfsemi
Málsnúmer 2012020127Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, Ingi Arason tæknifræðingur og Helgi Pálsson rekstrarstjóri kynntu starfsemi félagsins á Hlíðarvöllum við Rangárvelli.
<DIV>Umhverfisnefnd þakkar þeim félögum kynninguna.</DIV>
Fuglalíf við hundatjörn í Naustaflóa 2012
Málsnúmer 2012020076Umræður um hvort láta eigi fara fram fuglatalningu við Hundatjörn í Naustaflóa sem síðast var gerð árið 2010.
<DIV>Samþykkt að láta fara fram talningu vorið 2012.</DIV>
Glerárdalur og uppland Akureyrar - framtíðarsýn
Málsnúmer 2012020093Fulltrúar L-listans í umhverfisnefnd óska eftir að farið verði af stað með umsóknarferli við að gera framtíðarplan um nýtingu Glerárdals með það fyrir augum að þar verði aðgengilegt útivistarsvæði fyrir almenning.
Umhverfisnefnd samþykkir að skipa starfshóp um framtíðarnýtingu Glerárdals og tilnefnir fyrir sitt leyti Huldu Stefánsdóttur, Jón Inga Cæsarsson og Petreu Ósk Sigurðardóttur í starfshópinn og óskar eftir því við skipulagsnefnd að hún tilnefni tvo fulltrúa.Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óskar bókað að hún fagni þessari ákvörðun L-lista. Petrea telur nauðsynlegt áður en lengra er haldið að gefa hagsmunaaðilum kost á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum líkt og í skýrslunni árið 2004.Loftslagsráðstefna í Västerås - 2012
Málsnúmer 2012010084Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynntu fyrir nefndarmönnum vinnu sem fram hefur farið við undirbúning þessarar ráðstefnu sem haldin verður í Svíþjóð.
<DIV>Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum kynninguna.</DIV>
Umhverfisnefnd - heimsóknir
Málsnúmer 2011050058Umhverfisnefnd fór í heimsókn á athafnasvæði Gámaþjónustu Norðurlands að Rangárvöllum.
<DIV></DIV>