Bæjarstjórn - 3391
- Kl. 16:00 -
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3391
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Dagbjört Elín Pálsdóttir
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Logi Már Einarsson
- Víðir Benediktsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Draupnisgata 5 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 20160202555. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. apríl 2016:
Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Draupnisgötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tvær tillögur eru lagðar fram, A og B, dagsettar 13. apríl 2016 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga B verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
Samgönguáætlun
Málsnúmer 2016030197Bæjarfulltrúar D-lista þau Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson óskuðu eftir umræðu um samgönguáætlun með sérstakri áherslu á framkvæmdir við flughlaðið og Dettifossveg.
Lögð fram tillaga að bókun frá bæjarfulltrúum D-lista, svohljóðandi:
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fagnar því að gert sé ráð fyrir kaupum á nýjum hafnsögubáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands í "Tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018", sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Að sama skapi harmar bæjarstjórn þá niðurstöðu að ekki sé gert ráð fyrir því í sömu áætlun að lokið verði við gerð flughlaðs við Akureyrarflugvöll og Dettifossveg. Hvoru tveggja eru þessar framkvæmdir mikilvægar fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðurlandi eystra. Því skorar bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar á Alþingi að endurskoða þessa niðurstöðu og setja bæði verkefnin á dagskrá þannig að þeim verði lokið að fullu fyrir lok árs 2018.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að bókun með 11 samhljóða atkvæðum.Loftslagsmál - markmið Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2016040033Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir að tekin yrðu til umræðu markmið Akureyrarbæjar í loftslagsmálum.
Bæjarfulltrúi V-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að bæjarfélagið setji sér mælanleg markmið í loftslagsmálum og samþykki í kjölfarið aðgerðaráætlun og áætlun um eftirfylgni.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 - fyrri umræða
Málsnúmer 20151202311. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. apríl 2016:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Njáli Trausta Friðbertssyni bæjarfulltrúa D-lista.Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.