Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 570
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 570
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Hjalteyrargata 6 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016010060Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Anton Örn Brynjólfsson f.h. Teknor ehf., kt. 620500-2910, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Hjalteyrargötu 6.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjólfsson.Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Borgarsíða 12 - umsókn um leyfi fyrir hárgreiðslustofu
Málsnúmer BN100227Erindi dagsett 13. janúar 2016 þar sem Helga Svava Arnarsdóttir sæki um endurnýjun á leyfi fyrir hárgreiðslustofu í Borgarsíðu 12.
Skipulagsstjóri samþykkir framlengingu á bráðabirgðaleyfi fyrir hárgreiðslustofu til 5 ára.
Fjölnisgata 6c - umsókn um leyfi fyrir skilti
Málsnúmer 2016010106Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um leyfi fyrir skilti á húsi nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru mynd af skiltum og rafmagnsteikningar.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir samþykki meðeigenda í húsinu og upplýsingum um stærð annarra skilta á lóðinni.
Hafnarstræti 107b - fyrirspurn
Málsnúmer 2015120170Erindi dagsett 18. desember 2015 þar sem Hólmsteinn Snædal f.h. Kaffi Ilms ehf., kt. 431011-0260, óskar eftir leyfi til þess að taka í notkun skúr við hús nr. 107b við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem lofthæð í rýminu er ekki nægjanleg skv. byggingarreglugerð.
Strandgata 14 - byggingarleyfi
Málsnúmer BN060093Erindi dagsett 23. nóvember 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Vatneyrar ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Strandgötu 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 11. janúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Jaðarstún 9-11 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014080132Erindi dagsett 6. janúar 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Jaðarstún 9-11. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Einholt 10 - byggingarleyfi fyrir viðgerð á þaki
Málsnúmer 2015070068Erindi dagsett 10. júlí 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Einholts 10, húsfélags, kt. 621004-3280, sækir um endurgerð á þaki á Einholti 10. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar teikningar 30. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Réttarhvammur lnr. 149274 - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2015050051Erindi dagsett 25. nóvember 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús við Réttarhvamm, lnr. 149274. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Innkomið nýtt erindi dagsett 9. desember 2015 og leiðréttar teikningar.Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Kjarnagata - grasræma
Málsnúmer 2016010074Framkvæmdadeild óskar eftir að mjó grasræma við Kjarnagötu milli Davíðshaga og hringtorgs verði hluti af óúthlutaðri lóð nr. 13.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.