Velferðarráð - 1345
- Kl. 14:00 - 15:41
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1345
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- María Sigurbjörg Stefánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2022
Málsnúmer 2021080521Lögð fram og tekin til umræðu hagræðingarkrafa bæjarráðs á velferðarsviði að upphæð 75 m.kr.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021
Málsnúmer 2021031922Lagt fram rekstaryfirlit velferðarsviðs fyrstu 9 mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.Velferðarstefna 2018-2023
Málsnúmer 2018081103Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 29. október 2021 um stöðu verkefna í aðgerðaáætlun velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Heilsuefling aldraðra - skýrsla starfshóps
Málsnúmer 2021020343Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um heilsueflingu aldraðra gefin út af heilbrigðisráðuneyti í janúar 2021 og aðgerðaáætlun um sama efni útgefin í ágúst 2021.
Þróunarverkefni um mælaborð - líðan og velferð aldraðra
Málsnúmer 2020100527Lögð fram til kynningar skýrslan: Mælaborð um líðan og velferð aldraðra.
Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2022
Málsnúmer 2021100590Lagt fram erindi frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022 að upphæð kr. 450.000.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Samhygð - ósk um samtal vegna styrks við sorgarsamtök á Norðurlandi
Málsnúmer 2021090848Lagt fram erindi frá Samhygð þar sem óskað er eftir styrk til rekstrarins.
Velferðarráð samþykkir að styrkja Samhygð um kr. 300.000.