Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 887
- Kl. 13:00 - 13:50
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 887
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Aðalstræti 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss
Málsnúmer 2022091239Erindi dagsett 27. september 2022 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Stefáns Þórs Gestssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 13 við Aðalstræti. Um að ræða minniháttar útlitsbreytingar á austurhlið. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Týsnes 6A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dreifistöð
Málsnúmer 2022091331Erindi dagsett 29. september 2022 þar sem Ragnar Bjarnason fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð rafveitu á lóð nr. 6A við Týsnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Bjarnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Týsnes 22A - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir dreifistöð
Málsnúmer 2022091332Erindi dagsett 29. september 2022 þar sem Ragnar Bjarnason fyrir hönd Norðurorku sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð á lóð nr. 22A við Týsnes. Meðfylgjandi ertu teikningar eftir Ragnar Bjarnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hulduholt 5-11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022100592Erindi dagsett 17. október 2022 þar sem Hugrún Þorsteinsdóttir fyrir hönd Modulus ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóð nr. 5 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hugrúnu Þorsteinsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Furuvellir 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021101269Erindi dagsett 20. október 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd A441 ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum breytingum innanhúss í húsi nr. 7 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Norðurgata 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022090220Erindi dagsett 6. september 2022 þar sem Almar Eggertsson fyrir hönd Sólveigar Klöru Káradóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 16 við Norðurgötu. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum í húsinu úr fjórum í fimm. Innkomnar nýjar teikningar 24. október 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022061239Erindi dagsett 14. október 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. LF1 ehf., sækir um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.