Bæjarráð - 3458
- Kl. 08:30 - 11:55
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3458
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Áshildur Hlín Valtýsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Rekstur - staða mála - skóladeild
Málsnúmer 2015040014Bjarki Ármann Oddsson formaður skólanefndar, Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri, Hrafnhildur G. Sigurðarsdóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokknum.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2015
Málsnúmer 2015040016Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 20140800672. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 17. apríl 2015:
Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015, tillögur að Drottningarbrautarstíg og tillögur að breytingu á gatnalýsingu í göngugötu.
Einnig farið yfir rekstraráætlun ársins 2015, viðhald malbikaðra gatna, sorpmál, snjómokstur næstu skref og hreinsun gatna og stíga.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 108-2110 Sorpmál, að upphæð samtals 8,0 mkr. sbr. framlagða greinargerð um fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð, rekstur.
Viðaukinn er nauðsynlegur til að standa undir þeim áætlaða kostnaði sem hlýst af þeim breytingum sem gera á til að ná ásættanlegum árangri í eyðingu úrgangs frá sveitarfélaginu.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Landskerfi bókasafna hf - aðalfundur 2015
Málsnúmer 2012050086Erindi dagsett 27. apríl 2015 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 12. maí nk. að Katrínartúni 2 í Reykjavík, 2. hæð kl. 14:00.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð
Málsnúmer 2014100184Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 30. apríl 2015.
Bæjarráð vísar 3. lið til forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar, 4. lið til stjórnar Akureyrarstofu, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerð
Málsnúmer 2015010103Lögð fram fundargerð 60. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 28. apríl 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdirBæjarráð vísar 2. lið til hafnarstjóra, 3. lið til skipulagsdeildar, 1., 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál
Málsnúmer 2015040227Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. apríl 2015 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1161.htmlFrumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál
Málsnúmer 2015040239Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. apríl 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1170.html