Íþróttaráð - 177
- Kl. 14:00 - 16:04
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 177
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Birna Baldursdóttir
- Ólína Freysteinsdóttir
- Jónas Björgvin Sigurbergsson
- Þórunn Sif Harðardóttir
- Guðrún Þórsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Kvenna-/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs
Málsnúmer 2014040042Erindi ódagsett frá Stefáni Vilberg Leifssyni formanni körfuknattleiksdeilar Þórs þar sem óskað er eftir styrk og undanþágu á viðmiðum íþróttaráðs vegna afgreiðslu jafnréttisstyrkja. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Vinir Hlíðarfjalls
Málsnúmer 2011120027Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. október 2015 frá vinum Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir að samstarfsamningur verði endurnýjaður til næstu þriggja ára. Drög að nýjum samningi fylgja með erindinu.
Geir Gíslason og Hlynur Jónsson mættu á fundinn fyrir hönd vina Hlíðarfjalls undir þessum lið.Íþróttaráð tekur jákvætt í erindið og felur Þórunni Sif Harðardóttur, Ingibjörgu Ólöfu Isaksen og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.
Íþróttaráð þakkar forsvarsmönnum vina Hlíðarfjalls fyrir komuna á fundinn.Starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018
Málsnúmer 2014080084Umræður og vinna við starfsáætlun íþróttaráðs.
Íþróttaráð deildi með sér verkefnum meðal nefndarmanna við gerð starfsáætlunar.
Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð
Málsnúmer 2015080072Umræður um fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2016.