Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47
- Kl. 13:00 - 15:45
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 47
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Bjarney Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Tinna Guðmundsdóttir
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Sesselja Sigurðardóttirleikskólaráðgjafi
- Sylvía Dögg Hjörleifsdóttirverkefnastjóri grunnskóla
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Heimsóknir í skóla
Málsnúmer 2023050652Inda Björk Gunnarsdóttir leikskólastjóri Kiðagils og Aðalheiður Skúladóttir skólastjóri Giljaskóla tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sýndu og sögðu frá starfsemi skólanna.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar þeim Indu og Aðalheiði fyrir kynninguna.
Endurnýjun á samningi vegna Hólmasólar 2024
Málsnúmer 2024021252Umræður um endurnýjun á samningi við Hjallastefnuna ehf. um leikskólann Hólmasól.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2022100188Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Sumarlokun leikskóla
Málsnúmer 2024021212Bréf dagsett 15. febrúar 2024 frá Erlu Björnsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri vegna sumarlokunar leikskóla Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir að sumarlokun leikskóla Akureyrarbæjar verði endurskoðuð.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið en ráðið getur ekki orðið við beiðninni. Minnsta nýting er á leikskólaplássum í júlí og er það hagkvæmast fyrir rekstur og þjónustu leikskólanna að loka í kringum þann tíma.
Fylgiskjöl
Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs
Málsnúmer 2022090947Umræður um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir þær breytingar á reglum um viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs að hátíðin verði haldin í febrúar á tveggja ára á fresti en ekki árlega eins og verið hefur. Næsta athöfn fer fram í febrúar 2025.
Húsnæðismál Giljaskóla
Málsnúmer 2024021249Lagt fram minnisblað skólastjóra Giljaskóla og sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs um endurbætur og breytingar á húsnæði Giljaskóla.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnisblaðinu og vísar málinu til umræðu í umhverfis- og mannvirkjaráði.
Norður Akureyri - samkomulag um aðgang að Sundlaug Akureyrar
Málsnúmer 2024011462Liður 14 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. febrúar 2024:
Lagt fram til samþykktar samkomulag við Norður Akureyri ehf. um aðgang korthafa Norðurs Akureyri að Sundlaug Akureyrar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu og vísar málinu til fræðslu- og lýðheilsusviðs.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.
Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum 3, 4, 5 og 6 til kynningar hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.