Bæjarráð - 3875
- Kl. 08:15 - 09:08
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3875
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra
Málsnúmer 2024121398Leifur Þorkelsson heilbrigðisfulltrúi mætti til fundar og ræddi umgengni á lóðum.
Grímsey - umsóknir um aflamark Byggðastofnunar
Málsnúmer 2025010281Erindi dagsett 6. janúar 2025 frá Byggðastofnun þar sem óskað er eftir áliti Akureyrarbæjar á tillögu stofnunarinnar varðandi samninga við umsækjendur um aflamark. Áætlað er að stjórn Byggðastofnunar fjalli í framhaldinu um málið á fundi sínum 16. janúar næstkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda Byggðastofnun umsögn.
Reglur um leikskólaþjónustu
Málsnúmer 2024050358Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 23. október 2024:
Lagðar voru fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð tillögur að skýrara orðalagi í reglum um leikskólaþjónustu.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Bjarki Orrason fulltrúi Ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir endurskoðaðar reglur.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um leikskólaþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2024
Málsnúmer 2024010315Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 13. desember 2024.
Fylgiskjöl
Fundargerðir öldungaráðs
Málsnúmer 2023050173Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar öldungaráðs sem haldinn var 18. desember sl.
Bæjarráð þakkar góðar ábendingar öldungaráðs en vonast til að Hreyfikortið muni efla hreyfingu 67 ára og eldri í sveitarfélaginu . Fræðslu- og lýðheilsuráð mun um mitt ár 2025 taka stöðuna á notkun kortsins og fara yfir kosti og galla þess. En ráðið mun m.a. leita álits öldungaráðs hvernig til hefur tekist.
Fylgiskjöl