Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 972
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 972
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
Helgamagrastræti 49 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2024060959Erindi dagsett 14. júní 2024 þar sem Baldvin Jónsson sækir um færslu á áður samþykktu bílastæði við hús nr. 49 við Helgamagrastræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Hafnarsvæði Grímsey - umsókn um stöðuleyfi fyrir salernisgám
Málsnúmer 2024061008Erindi dagsett 14. júní 2024 þar sem Hafnasamlag Norðurlands sækir um stöðuleyfi fyrir 10 feta salernisgám á hafnarsvæðinu í Grímsey.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Bjarkarlundur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024051455Erindi dagsett 27. maí 2024 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Áskels Viðars Bjarnasonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Bjarkarlund. Innkomin uppfærð gögn 19. júní 2024 eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Gleráreyrar 1, rými 27-28, Companys - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024060910Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem Svava Björk Bragadóttir f.h. Eikar fasteignafélags hf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild vegna breytinga á rými 27-28 á Glerártorgi, hús nr. 1 við Gleráreyrar, fyrirhugað er að innrétta verslun Companys. Innkomin gögn eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.