Skipulagsráð - 432
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 432
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Þórhallur Jónsson
- Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Jón Hjaltason
- Sunna Hlín Jóhannesdóttiráheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonskipulagsfulltrúi
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
- Olga Margrét Kristínard. Cilialögfræðingur
- Einar Sigþórssonfundarritari
Hafnarstræti 19 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Málsnúmer 2024031340Erindi dagsett 25. mars 2024 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Innbæjar ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun á byggingarreit og byggingu á svölum á húsi nr. 19 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjanda við umsögn Minjastofnunar.
Fylgiskjöl
Rangárvellir - fyrirspurn varðandi skipulagsmál
Málsnúmer 2024100025Erindi dagsett 1. október 2024 þar sem að Stefán H. Steindórsson fh. Norðurorku hf. óskar eftir að fá leyfi til þess að nota óskipulagt svæði sunnan Rangárvalla 1 sem geymslusvæði fyrir jarðefni.
Að mati skipulagsráðs er þessi staðsetning geymslusvæðis ekki heppileg til lengri tíma litið og felur skipulagsfulltrúa að hefja samtal við umhverfis- og mannvirkjasvið og Norðurorku um hvort að finna megi betra svæði til þessara nota. Skipulagsráð gerir þó ekki athugasemd við að gerður verði samningur við Norðurorku um tímabundna notkun svæðis við Rangárvelli til tólf mánaða. Gert er ráð fyrir að Norðurorka gangi frá svæðinu til samræmis við gildandi skipulag að lokinni notkun.
Fylgiskjöl
Álfaholt - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2024100183Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Einar Sigþórsson fh. skipulagsfulltrúa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Álfaholt 2, 4-6 og 12-14. Breytingin er gerð til að aðlaga lóðirnar betur að aðstæðum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Hulduholt 31 - deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2024100103Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Einar Sigþórsson fh. skipulagsfulltrúa óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Hulduholt 31. Breytingin er gerð til að aðlaga lóðina betur að aðstæðum.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Þórssvæði - umsókn um skipulag
Málsnúmer 2024100096Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Arnþór Tryggvason fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir íþróttasvæði Þórs.
Breytingin felur í sér að gert sé ráð fyrir upphituðum gervigrasvelli með 23 metra háum ljósamöstrum auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur fyrir stúku.Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þórssvæðis, með þeim fyrirvara að bætt verði við stíg austan við stúkuna skv. gildandi stígaskipulagi, og að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hríseyjargata 14 - ósk um P-skilti
Málsnúmer 2024100155Erindi dagsett 2. október 2024 þar sem að Sigrún Pálsdóttir óskar eftir að sérmerkt stæði fyrir fatlaða verði sett upp á girðingarstaur sem næst innganginum í húsið.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
Goðanes - algjört bann við lagningu
Málsnúmer 2024100156Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.
Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Oddeyrargata 30 - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2024090734Erindi dagsett 12. september 2024 þar sem að Erna Lilja Helgadóttir fh. Cafe Jensen ehf. óskar eftir því að fá að útbúa bílastæði innan lóðar við Oddeyrargötu 30.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu. Mikil umferð gangandi er um Oddeyrargötu og telur skipulagsráð því ekki æskilegt að gerð verði aðkoma inn á lóð yfir gangstétt, sérstaklega þar sem eingöngu er mjó gangstétt öðru megin götunnar.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Glerárvirkjun I - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2024100076Erindi Franz Viðars Árnasonar dagsett 1. október 2024, f.h. Fallorku ehf., þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr lóni Glerárvirkjunar 1.
Skiplagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til samræmis við fyrri leyfi fyrir efnistöku úr lóninu.
Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð
Málsnúmer 2017030103Lagt fram að nýju erindi Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar dagsett 8. ágúst 2024 vegna lóðar við Súluveg. Þá er jafnframt lögð fram greinargerð Slökkviliðs Akureyrar dagsett 1. október 2024.
Á fundi bæjarráðs 18. ágúst 2022 var samþykkt að veita Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar lóð á mótum Súluvegar og Miðhúsabrautar. Frestur til framkvæmda skv. almennum byggingarskilmálum er liðinn og í ljósi þess að Slökkvilið Akureyrar telur að umrætt svæði sé best til þess fallið fyrir uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar til framtíðar felur skipulagsráð skipulagsfulltrúa að finna nýja hentuga staðsetningu fyrir dýraspítala.
Fylgiskjöl
Rangárvellir - umsókn um lóð
Málsnúmer 2024080163Lögð fram umsókn Landsnets hf. um lóðina Rangárvelli 6. Lóðin er 4.049 fm að stærð og er nýtingarhlutfall lóðar 0.5.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Rangárvöllum 6 verði úthlutað til Landsnets án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í reglum um úthlutun lóða. Með vísun í fordæmi við úthlutun lóðarinnar Hlíðarvellir 3 er lagt til að gatnagerðargjald verði 15% sbr. heimild 1. mgr. 5.2. gr. í gjaldskrá gatnargerðar- og byggingarréttargjalds í Akureyrarbæ.
Fylgiskjöl
Lautarmói 1-5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024041376Erindi Heiðars Th. Heiðarssonar dagsett 22. september 2024 þar sem óskað er eftir heimild til að framselja lóð Lautarmóa 1-5 þó svo að ekki sé búið að steypa alla sökkla á lóðinni.
Að mati skipulagsráðs eru framkvæmdir á lóðinni komnar það langt að ekki er gerð athugasemd við framsal lóðarinnar, þó svo að ekki sé búið að steypa alla sökkla eins og samþykkt um lóðarveitingar gerir ráð fyrir.
Gránufélagsgata 51 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2018090298Erindi dagsett 4. október 2024 þar sem Bjarni Sigurðsson f.h. VN fasteigna ehf. óskar eftir framkvæmdafresti á lóð nr. 51 við Gránufélagsgötu til 1. maí 2025.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til 1. apríl 2025 til að hefja framkvæmdir til samræmis við samþykkt byggingaráform en að úthlutun og byggingarleyfi munu falla úr gildi ef framkvæmdir eru ekki hafnar fyrir framangreindan frest. Að öðru leyti gilda áfram almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Akureyrarbær úthlutar.
Hrísmói 6-8 - úthlutun lóðar
Málsnúmer 2024100194Ævar Geir Jónasson og Sveinmar Rafn Stefánsson áttu hæsta tilboð í lóðina Hrísmóa 6-8 og hefur verið staðfest að þeir vilja halda lóðinni. Þeir hafa skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Hagamói 9-15 - úthlutun lóðar
Málsnúmer 2024100112HHS verktakar ehf. áttu hæsta tilboð í lóðina Hagamóa 9-15 og hefur verið staðfest að þeir vilja halda lóðinni. Félagið hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Hagamói 17-23 - úthlutun lóðar
Málsnúmer 2024100113HHS verktakar ehf. áttu hæsta tilboð í lóðina Hagamóa 17-23 og hefur verið staðfest að þeir vilja halda lóðinni. Félagið hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Móahverfi - útboð lóða 2. áfangi
Málsnúmer 2024070764Lagt fram minnisblað um stöðu úthlutunar í 2. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðir í 2. áfanga Móahverfis sem gengu ekki út í fyrra útboði verði auglýstar að nýju með sama hætti og í fyrra útboði.
Gatnagerðargjöld 2024
Málsnúmer 2024010363Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um samanburð gatnagerðar- og byggingarréttargjalda í nokkrum þéttbýlum á Íslandi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að tillögu og leggja fyrir skipulagsráð.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 984. fundar, dagsett 13. september 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 985. fundar, dagsett 18. september 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 986. fundar, dagsett 26. september 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.