Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 979
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 979
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingarleyfi - niðurrif
Málsnúmer 2024060217Erindi dagsett 4. júní 2024 þar sem Sigurður Halldórsson sækir um niðurrif á húsi nr. 36 við Þingvallastræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga. Skilyrt er að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framkvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.
Oddagata 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024071086Erindi dagsett 16. júlí 2024 þar sem Kári Eiríksson f.h. Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð nr. 11 við Oddagötu. Innkomin uppfærð gögn 6. ágúst 2024 eftir Kára Eiríksson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024060552Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Björn Sveinsson f.h. Sigurðar Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi í stað þess sem stendur á lóð nr. 36 við Þingvallastræti. Innkomin gögn eftir Björn Sveinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Eyrarlandsvegur 14 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2024080063Erindi dagsett 1. ágúst 2024 þar sem Hólmgeir Þorsteinsson sækir um úrtak úr kantsteini við hús nr. 14 við Eyrarlandsveg.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Oddeyrargata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - Umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024080045Erindi dagsett 1. ágúst 2024 þar sem Hildigunnur Haraldsdóttir f.h. Sverris Ásgeirssonar og Ástu Hrannar Harðardóttur sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 32 við Oddeyrargötu. Innkomin gögn eftir Hildigunni Haraldsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.