Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 11:08
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 336

Nefndarmenn

    • Tryggvi Már Ingvarssonformaður
    • Orri Kristjánsson
    • Ólöf Inga Andrésdóttir
    • Arnfríður Kjartansdóttir
    • Þórhallur Jónsson
    • Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
    • Margrét Mazmanian Róbertsdóttirverkefnastjóri skipulagsmála
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
  • Hvannavallareitur - deiliskipulag

    Málsnúmer 2015030191

    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Glerárgötu 36 til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 22. apríl 2020. Er um að ræða framhald deiliskipulagsmáls sem fór af stað árið 2015 og náði þá til svæðis sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum.

    Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna eigendum þeirra lóða sem skipulagið hefur áhrif á.

  • Tryggvabraut - deiliskipulag

    Málsnúmer 2018040295

    Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16. apríl 2020 þar sem sett er fram tillaga að deiliskipulagi lóða norðan Tryggvabrautar.

  • Hesjuvellir - umsókn um skipulag

    Málsnúmer 2020040568

    Erindi dagsett 27. apríl 2020 þar sem Jóhannes Már Jóhannesson fyrir hönd Vallabúsins ehf., kt. 670608-0180, leggur inn tillögu að deiliskipulagi fyrir reit í landi Hesjuvalla. Í deiliskipulaginu er afmörkuð 3.500 fm íbúðarlóð þar sem byggja má íbúðarhús og bílskúr sem samtals geta verið allt að 280 fm að stærð.

    Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Elísabetarhagi 1 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2020050112

    Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 7. maí 2020, f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi sem nær til Elísabetarhaga 1 til samræmis við meðfylgjandi breytingaruppdrátt.

    1) Lóðarstærð er lagfærð, hún verður 9.800,2 fm í stað 9.816,8 fm.

    2) Húsið verði án stöllunar, þ.e. lægsti hæðarkóti hækkar um 0,7 m, en hæsti lækkar um 0,5 m. Gólfkóti 1. hæðar verður 86,40.

    3) Undir hluta hússins komi kjallari fyrir geymslur og sameign.

    4) Hámarkshæð hækkar sem nemur hæð kjallara.

    5)Leyft frávik frá hæðarkótum verði óbreytt þ.e. /- 25 sm.

    Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Kjarnagata 59 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2020050115

    Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 7. maí 2020, f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, um að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar Kjarnagötu 59 til samræmis við meðfylgjandi breytingaruppdrátt deiliskipulags. Er gert ráð fyrir að byggð verði tvö hús, annað sem liggur við Kjarnagötu en hitt við Halldóruhaga.

    1. Heimilt verður að byggja bílakjallara undir hús við Halldóruhaga sem fær sér byggingarreit.

    2. Heimilt verður að hækka hámarksvegghæð miðað við að undir húsin komi kjallari með allt að 3,0 m lofthæð.

    3. Undir húsin komi kjallari fyrir geymslur og sameign.

    4. Íbúðarsvalir nái 1,9 m út frá húsi í stað 1,6 m.

    5. Stigahús og svalainngangar mega fara 0,7 m út fyrir byggingareit.

    6. Gert er ráð fyrir þremur fimm herb. íbúðum og sex fjögra herb. íbúðum í húsunum tveimur.

    7. Að hús sem liggur við Halldóruhaga verði ekki stallað.

    8. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,71 í 1,2, þar af er nýtingarhlutfall bílakjallara 0,25.

    9. Frávik frá hæðarkótun verði /- 25 cm.

    Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Gilsbakkavegur 15 - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

    Málsnúmer 2018110149

    Lagt fram bréf Sigurðar J. Sigurðssonar dagsett 24. mars 2020, f.h. Frímúrarahússins á Akureyri, varðandi ósk um viðbyggingu við Gilsbakkaveg 13 sem felur í sér breytingu á legu götunnar suðaustan við húsið. Meðfylgjandi eru gögn um fyrirhugaðan kostnað við framkvæmdirnar.

    Skipulagsráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði Arnfríðar Kjartansdóttur V-lista að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Heiðartún 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020030567

    Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Björns Ómars Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.

    Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi ákvæðum deiliskipulags.

    Fylgiskjöl
  • Drottningarbraut 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020040137

    Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir fyrsta áfanga húss á lóð nr. 1 við Drottingarbraut. Húsið verður bátaskýli fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.

    Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi ákvæðum deiliskipulags.

    Fylgiskjöl
  • Hlíðarendi, dreifistöð NO - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020040141

    Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 8. apríl 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir dreifistöð við Hlíðarenda.

    Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd með vísun í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna.

    Fylgiskjöl
  • Eiðsvallagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

    Málsnúmer 2020040461

    Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og bílskýlis við hús nr. 11 við Eiðsvallagötu.

    Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna það skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fylgiskjöl
  • Naustahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs

    Málsnúmer 2020040513

    Erindi dagsett 24. apríl 2020 þar sem Gunnar H. Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs um Naustahverfi. Þegar byggð færist sunnar mun þurfa að leggja nýja og sverari strengi í samræmi við nýtt skipulag.

    Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdinni með eftirfarandi skilyrði:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    Fylgiskjöl
  • Hörgárbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stíg

    Málsnúmer 2020040607

    Erindi dagsett 28. apríl 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíg meðfram Hörgárbraut, frá Hraunholti að Hlíðarbraut. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar og eigenda Sjónarhóls.

    Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíg meðfram Hörgárbraut. Er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðalskipulag og er útgáfa framkvæmdaleyfisins samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    Fylgiskjöl
  • Opin svæði í Hagahverfi - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2020050130

    Erindi dagsett 7. maí 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir frágangi grænna svæða í Hagahverfi með blá-grænum lausnum.

    Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við græn svæði í Hagahverfi. Er framkvæmdin í samræmi við gildandi deiliskipulag og er útgáfa framkvæmdaleyfisins samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

    Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    Fylgiskjöl
  • Melgerðisás, Glerárskóli - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stíg

    Málsnúmer 2020040608

    Erindi dagsett 28. apríl 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíg frá Melgerðisás að Glerárskóla. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 7. maí 2020 um framkvæmdina. Víkur stígurinn aðeins frá legu sem sýnd er í gildandi deiliskipulagi sem nær til svæðisins.

    Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíg frá Melgerðisás að lóð Glerárskóla og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis. Að mati ráðsins er breyting á legu stígsins það óveruleg að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er sett eftirfarandi skilyrði fyrir framkvæmdinni:

    - Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

    - Hafa þarf samráð við minjavörð Norðurlands þegar farið er í framvæmdir sbr. umsögn Minjastofnunar dagsetta 7. maí 2020.

    Fylgiskjöl
  • Nýjar hraðahindranir 2020 - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2020050080

    Erindi dagsett 6. maí 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð hraðahindrana á fjórum stöðum í bænum. Um er að ræða hraðahindranir við Grenilund/Skógarlund (merkt A), Skógarlund/Hlíðarlund (merkt B), Norðurgötu/Víðivelli (merkt C) og Merkigil/Vesturgil (merkt D). Hraðahindranir A-C eru á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi en hraðahindrun D er á svæði sem í deiliskipulagi er gert ráð fyrir gangbraut.

    Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdum A-C með vísun í ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd D samþykkt með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. laganna þar sem um svo lítið frávik frá deiliskipulagi er að ræða að ekki er talin þörf á að gera deiliskipulagsbreytingu.

    Fylgiskjöl
  • Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2017050166

    Lögð fram til kynningar samskipti milli framkvæmdaraðila að Hlíðargötu 2 og skipulagssviðs varðandi þær tafir sem orðið hafa á framkvæmd á lóðinni. Samkvæmt verkáætlun sem samþykkt var í byrjun árs átt framkvæmdin að hefjast að nýju í lok apríl en nú liggur fyrir að verktakinn sjái ekki fyrir sé að hægt verði að fara af stað fyrr en í lok júní í fyrsta lagi.

    Skipulagsráð leggur til að frá og með 1. júlí 2020 verði lagðar dagsektir á framkvæmdaraðila ef framkvæmdin verður ekki hafin fyrir þann tíma. Einnig ef húsið verður ekki orðið fokhelt með grófjafnaðri lóð og lóðarveggjum fyrir 1. nóvember 2020.

  • Kjarnagata 53 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2020040401

    Erindi dagsett 17. apríl 2020 þar sem Naustagata 13 ehf., kt. 480218-1080, sækir um lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

    Skipulagsráð samþykkir erindið með vísun til reglna um úthlutun lóða hvað varðar verkefnastöðu umsækjanda. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

  • Kjarnagata 53 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2020040620

    Erindi dagsett 29. apríl 2020 þar sem BB byggingar ehf., kt. 550501-2280, sækja um lóð nr. 53 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

    Skipulagsráð synjar erindinu með vísun til reglna um úthlutun lóða hvað varðar verkefnastöðu umsækjanda.

  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 1602010, með síðari breytingum (flokkun mannvirkja og eftirlit með mannvirkjagerð)

    Málsnúmer 2020050151

    Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010, með síðari breytingum.

    Fylgiskjöl
  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

    Málsnúmer 2019120357

    Lögð fram til kynningar fundargerð 764. fundar, dagsett 17. apríl 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

    Málsnúmer 2019120357

    Lögð fram til kynningar fundargerð 765. fundar, dagsett 24. apríl 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

    Málsnúmer 2019120357

    Lögð fram til kynningar fundargerð 766. fundar, dagsett 30. apríl 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.