Velferðarráð - 1398
- Kl. 14:00 - 15:46
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1398
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Guðbjörg Anna Björnsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Tinna Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Andrea Laufey Hauksdóttirfundarritari
Geðheilsuteymi barna HSN
Málsnúmer 2025010115Alice Harpa Björgvinsdóttir forstöðumaður sálfélagslegrar þjónustu og María Bjarnadóttir teymisstjóri geðheilsuteymis barna kynntu geðheilsuteymi barna á HSN.
Velferðarráð þakkar kynninguna á geðheilsuteymi barna og leggur áherslu á að HSN fái aukið fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að veita þá mikilvægu þjónustu sem stofnuninni er skylt að sinna.
Reglur Akureyrarbæjar um einstaklingsstuðning (áður félagsleg liðveisla)
Málsnúmer 2024100307Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála kynnti nýjar reglur um einstaklingsstuðning (félagslega liðveislu).
Félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar - staða 2024
Málsnúmer 2024091146Lagt fram til kynningar minnisblað yfir stöðu félagslegra leiguíbúða í árslok 2024.
Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2024
Málsnúmer 2025011054Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sérstakan húsnæðisstuðning á árinu 2024.
Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.Greiningar- og þjálfunarheimili - fjölskylduheimili
Málsnúmer 2024020200Kynntur nýr samningur milli Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytis um rekstur greiningar- og þjálfunarheimilis (fjölskylduheimilis).
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Fúsi - aldur og fyrri störf
Málsnúmer 2025010908Kynning á tilboði MAK á sýninguna um Fúsa - aldur og fyrri störf.