Bæjarráð - 3869
- Kl. 08:15 - 11:24
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3869
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Háskólinn á Akureyri - starfsemi
Málsnúmer 2024101093Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri kynnti starfsemi háskólans.
Bæjarráð þakkar Áslaugu Ásgeirsdóttur fyrir komuna.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2024-2027 - viðauki
Málsnúmer 2023020943Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttur forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir viðauka 6 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Viðaukinn er vegna fjölgunar stöðugilda í Skógarlundi til að mæta auknum notendafjölda, samtals 7,0 m.kr., búnaðarkaupa vegna endurbóta í Glerárgötu 26, samtals 7,0 m.kr. sem færast á efnahagsreikning, breytinga á kjarasamningum á árinu samtals 349,1 m.kr. og uppfærðrar úthlutunaráætlunar Jöfnunarsjóðs og aukinnar staðgreiðslu, samtals kr. 1.055 m.kr. Samhliða viðauka er gerð leiðrétting vegna nýrra salerna í Lystigarðinum sem færð er af rekstri yfir á fjárfestingu, launaáætlunar í sameiginlegum kostnaði 75 m.kr., alþingiskosninga 14,0 m.kr. rekstrarútgjöld og tekjur og tilfærslu fjárfestinga í vélaskemmu úr Hlíðarfjalli yfir á Fasteignir Akureyrar, samtals 250 m.kr. Lítilsháttar breytingar verða á áætluðum fjármagnsliðum milli fyrirtækja í a-og b- hluta. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar hækkar um 634 m.kr. og handbært fé í árslok hækkar um 617 m.kr.Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2025-2028
Málsnúmer 2024040694Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Starfsáætlun mannauðssviðs 2025
Málsnúmer 2024091418Lögð fram tillaga að starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2025.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Viska - kjarasamningur 2024 - 2024
Málsnúmer 2024100504Kynntur nýr kjarasamningur Visku og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Vísindasjóður Kjalar
Málsnúmer 2024110342Umfjöllun um erindi dagsett 28. október 2024 frá Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanni Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu um skipan tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Vísindasjóðs Kjalar vegna tónlistarskólakennara.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að skipa Höllu Margréti Tryggvadóttur sviðsstjóra mannauðssviðs og Þóru Þorsteinsdóttur forstöðumann launadeildar í stjórn sjóðsins.
Fylgiskjöl
Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 2024101233Lagt fram erindi dagsett 29. október 2024 frá Hönnu Dóru Markúsdóttur fyrir hönd formanna og samráðsfulltrúa félaga kennara á Norðurlandi eystra með áskorun um skólamál í tengslum við kjaradeilu.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessu lið.Bæjarráð þakkar framlagða áskorun kennara og stjórnenda á Norðurlandi eystra og tekur undir mikilvægi þess að fagmennska og gæði séu ávallt ríkjandi í öllu skólastarfi svo tryggja megi börnum og ungmennum góða kennslu. Skilyrðislaust ber að vanda orðræðu um allar starfsstéttir og brýnt er að kjaradeila kennara leysist sem fyrst svo forðast megi frekara rask á skólastarfi.
Fylgiskjöl
Alþingiskosningar 2024
Málsnúmer 2024100612Lagt fram erindi Helgu G. Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar á Akureyri varðandi framkvæmd alþingiskosninga 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar vegna alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.
Akureyrarflugvöllur - framkvæmdir og breytingar
Málsnúmer 2024030834Rætt um stöðu mála á Akureyrarflugvelli, aukið millilandaflug og seinkun á tilkomu aðflugsferla úr suðri.
Bæjarráð fagnar merkum áfanga í samgöngumálum með reglubundnu millilandaflugi easyJet, fyrst til Gatwick og sl. þriðjudag bættist Manchester við sem áfangastaður.
Hins vegar lýsir bæjarráð yfir áhyggjum með seinagang við hönnun nýrra RNP aðflugsferla úr suðri. Þörf á úrbótum hefur lengi blasað við, sem bæta mun aðgengi og öryggi umtalsvert, ekki síst fyrir núverandi flug easyJet. Í vetur eru áætluð um 100 flug.
Bættir flugferlar úr suðri hafa legið á borði Isavia frá árinu 2020, en frumdrög voru hönnuð þegar árið 2017.
Samkvæmt reglum sem stjórnvöld hafa fullgilt átti að ljúka verkinu fyrir 25. janúar 2024.
Bæjarráð harmar þessa seinkun og skorar á Isavia að ljúka útgáfu RNP ferla sem fyrst.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024
Málsnúmer 2022031302Lögð fram til kynningar fundargerð 303. fundar stjórnar Norðurorku sem haldinn var 22. október síðastliðinn.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024
Málsnúmer 2024010317Lögð fram til kynningar fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var mánudaginn 4. nóvember 2024.
Fylgiskjöl
Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024
Málsnúmer 2024110192Lagðar fram til kynningar fundargerðir 82. og 83. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga ásamt fundargerð aðalfundar sem haldinn var 9. október á Hilton Reykjavík Nordica.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar) 79. mál
Málsnúmer 2024110239Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 79, frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar): https://www.althingi.is/altext/pdf/155/s/0079.pdf
Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum 75. mál
Málsnúmer 2024110243Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum: https://www.althingi.is/altext/pdf/155/s/0075.pdf