Bæjarráð - 3872
- Kl. 10:30 - 11:26
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3872
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttirvaraformaður
- Hlynur Jóhannsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Gránufélagsgata 24 - sala á byggingarrétti
Málsnúmer 2024110944Liður 7 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. nóvember 2024:
Lögð fram tillaga að útboðsskilmálum fyrir lóðina Gránufélagsgata 24. Lóðin var auglýst með auglýsingu sem birtist 27. mars 2024. Skipulagsfulltrúa bárust aldrei tilskilin gögn og féll lóðin því til baka til bæjarins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðin verði auglýst með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála með þeim breytingum að lágmarksgjald verði kr. 6.000.000 fyrir byggingarrétt.
Fylgiskjöl
Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2024
Málsnúmer 2024050192Lagt fram til kynningar tíu mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Félag íslenskra hljómlistarmanna kjarasamningur 2024-2028
Málsnúmer 2024111548Kynntur nýgerður kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag íslenskra hljómlistarmanna.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna kjarasamningsins og leggja fyrir bæjarráð.
Fylgiskjöl
Kennarasamband Íslands samkomulag
Málsnúmer 2024111549Kynnt samkomulag dagsett 29. nóvember 2024 um ramma kjarasamninga aðildarfélaga KÍ, SNS og SNR.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna kjarasamninganna og leggja fyrir bæjarráð.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024
Málsnúmer 2024010317Lagðar fram til kynningar fundargerðir 956., 957. og 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru 20., 22. og 24. nóvember 2024.
Fylgiskjöl