Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1002
- Kl. 10:00 - 10:40
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 1002
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024091577Erindi dagsett 22. janúar 2025 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hótel Akureyri ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum á þegar samþykktum aðaluppdráttum af hóteli á lóðum nr. 73-75 við Hafnarstræti. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hlíðarfjall - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1
Málsnúmer 2025011555Erindi dagsett 28. janúar 2025 þar sem Andri Martin Sigurðsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á vélaverkstæði í Hlíðarfjalli. Innkomin gögn eftir Andra Martin Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hvannavellir 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1
Málsnúmer 2024110387Erindi dagsett 11. nóvember 2024 þar sem Björn Guðbrandsson f.h. Korputorgs ehf sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 12 við Hvannavelli. Innkomin uppfærð gögn eftir Björn Guðbrandsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Gránufélagsgata 45 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2025011636Erindi dagsett 29. janúar 2025 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. SKG Verktaka ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir endurbyggingu atvinnuhúsnæðis á lóð nr. 45 við Gránufélagsgötu. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Krossanes 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2025011640Erindi dagsett 29. janúar 2025 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Skútabergs ehf sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir uppsetningu sementstanka á lóð nr. 11 við Krossanes. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hlíðarvellir 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum
Málsnúmer 2025010938Erindi dagsett 15. janúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fimm gámum undir skrifstofur á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Erindið fór fyrir skipulagsráð 29. janúar 2025 sem veitti jákvæða umsögn.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.
Laufásgata 4 - umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2025011221Erindi dagsett 21. janúar 2025 þar sem Hafnasamlag Norðurlands sækir um stöðuleyfi fyrir allt að 15 smáhýsi á rútustæði við Oddeyrartanga. Erindið fór fyrir skipulagsráð 29. janúar 2025 sem veitti jákvæða umsögn.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir 15 smáhýsi frá 1. maí - 30. september 2025.