Velferðarráð - 1389
- Kl. 14:00 - 15:19
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1389
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Tanja Hlín Þorgeirsdóttir
- Halla Birgisdóttir Ottesenáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Ingólfur Örn Helgasonfundarritari
Skógarlundur - þjónusta til framtíðar
Málsnúmer 2024061430Lagt fram minnisblað dagsett 26. júní 2024 um þjónustu Skógarlundar og áskoranir í þjónustunni.
Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar góða yfirferð á stöðunni í Skógarlundi og felur sviðsstjóra og forstöðumanni að vinna að frekari útfærslu tillagna sem verða teknar til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.
Heimsendur matur - könnun 2024
Málsnúmer 2024030735Farið yfir niðurstöður könnunar á ánægju notenda með heimsendan mat sem velferðarsvið útvegar þeim sem eru í þörf fyrir aðstoð.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður og Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð lýsir ánægju með framkvæmd og jákvæða niðurstöðu könnunarinnar.
Viðauki vegna fjárhagsaðstoðar
Málsnúmer 2024061181Lögð fram beiðni um viðauka vegna fjárhagsaðstoðar.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2024
Málsnúmer 2024031216Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka velferðarráðs fyrstu fimm mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Viðauki vegna þjónustu við börn
Málsnúmer 2024060616Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka vegna þjónustu við börn.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Viðauki vegna NPA 2024
Málsnúmer 2024060655ALögð fram til samþykktar beiðni um viðauka vegna NPA og notendasamninga.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
Samningur um þjónustu við fatlað fólk í Eyjafirði
Málsnúmer 2023090320Tekinn fyrir að nýju samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á samningnum og vísar til bæjarstjórnar.