Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Íbúar Grímseyjar og Akureyrar kusu vorið 2009 með miklum meirihluta að sameinast. Í dag tilheyra bæði Hrísey og Grímsey sveitarfélaginu Akureyrarbæ. Skráðir íbúar með lögheimili í eyjunni voru 58 þann 1. jan 2025 (Hagstofa Íslands).
Talið er að fólk hafi ekki sest að í Grímsey í upphafi byggðar á Íslandi. Eyjan hefur líklega þótt of afskekkt, meðan nóg landrými var í boði á meginlandinu.
Grímsey er gróðursæl eyja þar sem lífríkið hefur mótast af sjávarloftslagi. Fuglalíf eyjarinnar er einstakt og ríkulegt, með fjölmargar tegundir og mikinn þéttleika stofna. Hafið umhverfis eyjuna er næringarríkt og iðandi af lífi.
Engin fjöll eru í Grímsey og því engin tröll þar að finna. Sagt er að mikil álfabyggð sé á vestanverðri eyjunni, og meðal íbúa er einnig þekkt frásögn um Bakkakarlinn, vera í mannslíki sem liggur á leyni við bakkana út með sjó.
Þrátt fyrir norðlæga staðsetningu eyjarinnar er loftslagið venjulega milt vegna Norður-Atlantshafsstraumsins, sem færir hlýja strauma að ströndinni. Sumrin eru svöl og veturnir mildir.
Grímsey býður upp á ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg myndefni – náttúran, fuglalífið, árstíðirnar og hin síbreytilegu veðrabrigði skapa endalaus tækifæri fyrir ljósmyndarann. Hér má skoða einhver dæmi.
Margir hafa lagt leið sína til Grímseyjar. Um eyjuna hafa verið skrifaðar greinar og bækur, gerðir þættir og kvikmyndir. Hér má finna nokkra hlekki sem geta nýst þeim sem vilja fræðast frekar um eyjuna.