Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Íbúar Grímseyjar og Akureyrar kusu vorið 2009, með miklum meirihluta, að sameinast og tilheyra nú sveitarfélaginu Akureyrarbæ.
Íbúar Grímseyjar og Akureyrar kusu vorið 2009 með miklum meirihluta að sameinast. Í dag tilheyra bæði Hrísey og Grímsey sveitarfélaginu Akureyrarbæ. Skráðir íbúar með lögheimili í eyjunni voru 58 þann 1. jan 2025 (Hagstofa Íslands).
Íbúar eyjarinnar þurfa að sækja nær alla þjónustu í land. Skólahald í eyjunni lagðist af árið 2019 og sækja þau fáu börn sem eru í eyjunni nám í landi. Læknir kemur til eyjunnar u.þ.b. einu sinni á mánuði frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra. Áætlunarferðir með ferjunni Sæfara eru frá Dalvík og með flugi frá Akureyri.
Í eyjunni eru starfandi nokkur fyrirtæki, flest í sjávarútvegi en ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Í eyjunni eru m.a. rekin þrjú gistiheimili, veitingastaður, verslun og kaffihús og afþreyingarfyrirtæki.
Hverfisráð
Meginverkefni hverfisráða er að vera ráðgefandi um málefni Hríseyjar og Grímseyjar gagnvart bæjarstjórn Akureyrarbæjar, fastanefndum hennar og embættismönnum.
Hverfisráð gera ef þurfa þykir tillögur til bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, fastanefnda hennar eða embættismanna um málefni eyjarinnar Grímseyjar og þeirra bæjarstofnana sem þar starfa.
Nánar um hverfisráð og hverjir eru í nefndinni hverju sinni má finna hér
Fundargerðir hverfisráðins, sjá hér