Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Amtsbókasafnið leggur mikla áherslu á að veita góða þjónustu
Amtsbókasafnið leggur áherslu á gæði og fjölbreytileika safnefnis síns, bæði hvað varðar efni og form (prentað mál, mynddiska, tónlist, margmiðlunarefni o.fl.). Hluti safnefnisins er til útláns en aðstaða er í safninu til að nýta annað efni, s.s. skylduskil.
Upplýsingar um safnefni eru notendum aðgengilegar á amt.leitir.is og svo má sjá safneign í bókasöfnum víða um land á leitir.is. Þar getur þú lika séð yfirlit yfir útlán, endurnýjað, pantað, séð hvort það eru komnar sektir og breytt upplýsingum um heimilisfang, símanúmer og netfang.
Hægt er að skrá sig inn með notandanafni og sérstöku lykilorði eða með rafrænum skilríkjum.
Upplýsingaþjónusta er í afgreiðslunni á 1. hæð. Upplýsingaþjónustan er ókeypis og fyrir alla, en greiða verður fyrir ljósrit og útprentanir úr tölvu. Einnig þarf að greiða fyrir millisafnalán.
Útlánatími flestra gagna á safninu er 30 dagar. Nýjar bækur eru lánaðar í 14 daga og merktar sérstaklega. Mynddiskar og geisladiskar lánast út í 7 daga. Frátektir eru fríar en sektir reiknast á vanskil safnefnis samkvæmt gjaldskrá (sjá neðar).
Sjáðu meira um hvaða efni er til útláns með að smella á örina.
Það þarf alltaf að hafa skírteini með sér til að fá lánað. Fyrsta bókasafnsskírteinið er ókeypis fyrir alla sem eiga lögheimili í Akureyrarbæ. Glatist skírteini þarf að greiða 2.000 kr. fyrir nýtt. Hægt er að sækja rafrænt skírteini í símann á https://amt.leitir.is/.
Lánþegar sem eiga ekki lögheimili í Akureyrarbæ greiða 4.500 kr. árgjald.
Forráðamenn einstaklinga sem ekki hafa náð 16 ára aldri þurfa að ábyrgjast skírteini þeirra.
Lestrarsalur safnsins er á 2. hæð og er hann opinn frá klukkan 8:15-19:00 alla virka daga og klukkan 11:00-16:00 á laugardögum (16. september - 15. maí). Á lestrarsal eru lesbásar og borð til afnota fyrir gesti. Á þessu svæði er ekki ætlast til þess að fólk sé að tala í símann eða tala mikið saman. Svokölluð hópvinnuborð má finna á sömu hæð.
Upplýsingar um safnkostinn eru aðgengilegar í gagnagrunni safnsins. Þar sést hvað er til, hvar það er staðsett og hvað er hægt að fá lánað. Hægt er að leita á amt.leitir.is hvar sem er og þá er leitað í þessum safnkosti. En tvær leitartölvur eru aðgengilegar á bókasafninu, ein er staðsett á 1. hæð hjá nýju bókunum og hin á 2. hæð í holinu við geymsluna „Gamalt og gott“. Þar er hægt að leita í safnkostinum sem og öðrum vefsíðum. Starfsfólk er ávallt reiðubúið að veita safngestum aðstoð við leit þegar þess gerist þörf.
Amtsbókasafnið býður upp á að fá sendar heim bækur hálfsmánaðarlega. Þjónustan er ætluð fólki sem af einhverjum orsökum á ekki heimangengt og kemst ekki á safnið sjálft. Sá sem sér um heimsendingarnar heitir Sigurður og er best að ná sambandi við hann með því að senda tölvupóst: heimsendingar@amtsbok.is eða hringja: 460-1250 fyrir nánari upplýsingar.
Við tökum að okkur að útvega efni frá öðrum bókasöfnum ef það er ekki til á Amtsbókasafninu á Akureyri. Allir sem eiga gild bókasafnsskírteini hjá okkur geta nýtt sér þessa þjónustu. Hægt er að panta efni í millisafnaláni beint á amt.leitir.is eða senda beiðni á millisafnalan@akureyri.is. Í langflestum tilvikum eru rit komin frá innlendum söfnum innan tveggja til fimm sólarhringa en bíða þarf lengur eftir bókum erlendis frá. Hvert eintak sem fengið er frá bókasafni innanlands kostar 2.000 kr. og 3.000 kr. sé það fengið hjá bókasafni erlendis frá. Algengasti lánstími frá innlendum söfnum er 4 vikur. Í sumum tilfellum er hægt að fá lánstíma framlengdan en beiðni um slíkt þarf að hafa borist starfsfólki millisafnalána áður en lánsfrestur rennur út. Millisafnalánin eru borguð þegar þau eru sótt.
Efni sem merkt er „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“ í tölvukerfi safnsins Ölmu er ekki til útláns. Þetta efni er eingöngu til notkunar hér á safninu. Þetta á líka við þegar önnur söfn á landinu óska eftir „Amtsbókasafnið á Akureyri(les)“-efni frá okkur í millisafnalánum.
Amtsbókasafnið á Akureyri er svokallað skylduskilasafn, sem þýðir að það á að varðveita eitt eintak af öllu prentuðu efni hér á Íslandi. Skylduskilin eru ekki lánuð út. Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum innanhúss, gegn framvísun bókasafnsskírteinis eða með því að fylla út þar til gerðan miða sem finna má í afgreiðslu. (Hér kemur hlekkur sem segir nánar frá skylduskilum)
Hægt er að fá aðgang að tölvum gegn framvísun bókasafnsskírteinis, einu sinni hvern dag. Safngestir sem ekki eru með skírteini geta keypt hálftíma aðgang á 350 kr. eða klukkustund á 600 kr. Allir sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust.
Gestum okkar býðst einnig aðgangur að vefabókasafninu Snöru sem er safn orðabóka og annarra uppflettirita. Slóðin er www.snara.is.
Rithöfunda- og fræðimannaíbúð er á neðri hæð húss skáldsins frá Fagraskógi að Bjarkarstíg 6, Akureyri.
Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að í afgreiðslu Amtsbókasafnsins er lítil og nett búð, þar sem hægt er að kaupa vörur sem til dæmis tengjast bókmenntum að einhverju leyti.
Liður | Verð |
---|---|
Skírteini | 4.500 kr.* |
Nýtt skírteini fyrir glatað | 2.000 kr. |
Sektir (dagsektir á eintak) | |
Bækur | 55 kr. |
Nýjar bækur - 14 daga lán | 65 kr. |
Geisladiskar | 55 kr. |
Hljóðbækur | 55 kr. |
Mynddiskar (DVD) | 255 kr. |
Tímarit | 55 kr. |
Afnot af tölvum safnsins: | |
30 mín. | 350 kr. |
60 mín. | 600 kr. |
Þráðlaust net | Ókeypis |
Ljósritun / Skönnun / Útprentun (A4) | 50 kr. |
Ljósritun / Skönnun / Útprentun (A3) | 70 kr. |
Ljósritun/útprentun í lit - mynd (A4/A3) | 155 kr. / 200 kr. |
Ljósritun úr innbundnum dagblöðum | 1.250 kr. |
Millisafnalán - innanlands | 2.000 kr. fyrir eintak |
Millisafnalán - frá útlöndum | 3.000 kr. fyrir eintak |
Millisafnalán - skönnuð grein (1-20 bls.) | 1.550 kr. |
Millisafnalán - skönnuð grein (21 - bls.) | 2.600 kr. |
Plöstun (laminering) | 200 kr. plastið |
Plöstun á bók | 1.250 kr. |
Skönnun (án aðstoðar) | Ókeypis |
* Fyrsta skírteinið er ókeypis. Lánþegar utan Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps greiða 4.500 kr. árgjald |