Bækur

Á Amtsbókasafninu er lagður metnaður í að bókakostur safnsins höfði til breiðs hóps bókasafnsgesta. Við val á safngögnum er einkum miðað við að almenningur á öllum aldri eigi greiðan aðgang að vönduðum og fjölbreyttum safnkosti og að safnkosturinn uppfylli óskir og þarfir notenda. Á neðri hæð safnsins má finna barnabækur, teiknimyndasögur, fantasíur og ýmsar fagbækur, svo eitthvað sé nefnt. Á efri hæðinni eru skáldsögur, fræðibækur og safnið „Gamalt og gott“ (sjá að neðan).

Annað fróðlegt