Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Mynd af skólabörnum í safnkynningu á Amtsbókasafninu
Mynd af skólabörnum í safnkynningu á Amtsbókasafninu

Við bjóðum upp á safnkynningu fyrir elstu börn leikskólanna (5-6 ára), 3. bekk, 6. bekk og 9. bekk:

  • Safnkynningar fyrir 9. bekk eru í nóvember
  • Safnkynningar fyrir 6. bekk eru í febrúar
  • Safnkynningar fyrir 3. bekk eru í mars
  • Safnkynningar fyrir leikskólann eru í apríl

Markmiðið með heimsóknunum er:

  • Að börnin kynnist bókasafninu, starfsemi þess og safnkosti.
  • Að börnin átti sig á því hvernig safnkostinum er raðað og hvar þau finna það efni sem hentar þeirra aldri.
  • Að gefa börnunum tækifæri á að uppgötva leyndardómana sem felast í heimi bókanna, með því að vekja forvitni þeirra og athygli og hvetja þau til lestrar.
  • Að börnin öðlist skilning og þekkingu á helstu upplýsingaveitum sem í boði eru í tengslum við bækur og bókasöfn, veitur eins og leitir.is, timarit.is og hvar.is.
  • Að börnin átti sig á þeim mun sem er á milli almenningsbókasafns og skólabókasafns. Geri sér grein fyrir að almenningsbókasafnið er alltaf aðgengilegt og er fyrir alla.

     Nánari upplýsingar veitir Eydís Stefanía Kristjánsdóttir, barnabókavörður