Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Grímseyingar halda árlega bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum, helgina næst sólstöðunum ár hvert. Hátíðin 2025 verður helgina 20. - 22. júní.
Grímseyingar halda árlega bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum, venjulega helgina næst sólstöðunum sem falla á 20.–22. júní ár hvert.
Hátíðin 2025 verður helgina 20. - 22. júní.
Á hátíðinni er gestum boðið að taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og afþreyingu, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst yfirleitt á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi.
Dagskráin inniheldur meðal annars:
Flestir viðburðir eru gjaldfrjálsir, fyrir utan aðgang á dansleik og veitingastaði.
Samgöngur:
Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar. Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar á þriðjudögum og sunnudögum, og oft er í boði aukaflug vegna hátíðarinnar.