Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Tölulegar upplýsingar

Iðavöllur er leikskóli fyrir 1-6 ára börn og eru fimm deildir í skólanum. Algengast er að tveir árgangar séu saman á deild, en í Dvergheimi, ungbarnadeild staðsettri í Oddeyrarskóla er bara einn árgangur með eins árs börnum.

Skólatími: Ókeypis skólatími er daglega frá 08:00-14:00. Börn geta verið með allt frá 4 tímum upp í 8,5 tíma skólatíma. Skólinn er opinn frá 07:45-16:15 daglega og er rukkað sérstaklega fyrir tímann utan 08:00-14:00 (sjá gjaldskrá). Leikskólinn reynir að koma til móts við þarfir foreldra hvað dvalartíma varðar en ekki er víst að hægt sé að koma til móts við allar óskir strax. Virða verður þann skólatíma sem samið er um á hverjum tíma.

    Hér má finna ýmsa gagnlega hlekki með upplýsingum