Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

Börn og ungmenni

Hrísey er barnvænt samfélag og þar er ýmislegt í boði fyrir börn og ungmenni.

Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Draumur er staðsettt í Íþróttamiðstöð Hríseyjar. Þar er tvisvar í viku eitthvað um að vera. Opið hús er einu sinni í viku þar sem er frjáls leikur og stuð. Svo er skipulögð dagskrá einn daginn þar sem krakkarnir skipuleggja í samvinnu við starfsmann dagskrána. Draumur er rekinn í samvinnu UMFN og Félagsmiðstöðva Akureyrar.

Ungmennafélagið Narfi

Ungmennafélagið Narfi er öflugt ungmennafélag sem er með dagskrá fyrir alla aldurhsópa.

  • Íþróttaskóli er fyrir börn á leikskólaaldri og fyrsta bekk grunnskóla.
  • Ræktin er skipulagður tími með þjálfara þar sem unglingar í 7.-10. bekk fá aðstoð og leiðbeiningar í ræktinni.
  • Skák er fyrir allan aldur á sunnudögum í Hlein.
  • Rafíþróttir og tækni er fyrir 7.-10. bekk einu sinni í viku.
  • Íþróttir fyrir 7. - 8. bekk er einu sinni í viku.
  • Handbolti og íþróttir fyrir 1. - 6. bekk er einu sinni í viku