Ungmennaráð - 60
- Kl. 16:00 - 18:00
- Rósenborg
- Fundur nr. 60
Nefndarmenn
- Aldís Ósk Arnaldsdóttir
- Bjarki Orrason
- Fríða Björg Tómasdóttir
- Heimir Sigurpáll Árnason
- Íris Ósk Sverrisdóttir
- Leyla Ósk Jónsdóttir
- Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
- Ólöf Berglind Guðnadóttir
- París Anna Bergmann Elvarsd.
- Rebekka Rut Birgisdóttir
- Sigmundur Logi Þórðarson
Starfsmenn
- Arnar Már Bjarnasonumsjónarmaður ungmennaráðs
- Ari Orrasonfundarritari
1. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2025
Rætt var um fyrirhugaðan bæjarstjórnarfund unga fólksins sem fer fram í vor.
Á fundinum var ákveðið að Íris Ósk verði fundarstjóri og klárað að fara yfir þau mál sem lögð verða fram á fundinum.
2. Kynning á niðurstöðum Stórþingsins fyrir stýrihóp Barnvænts sveitarfélags
Óskað var eftir að fulltrúar ungmennaráðs mæti á næsta fund stýrihóps Barnvænts sveitarfélags þann 13. mars og kynni niðurstöðurnar af Stórþingingu.
Leyla Ósk Jónsdóttir og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir munu fara fyrir hönd ráðsins að kynna.
3. Barnamenningarhátíð 2025
Rætt var um Sumartóna 2025.
Ákveðið var að hafa samband við VÆB.
4. Samfélagsmiðlar
Rætt var um hvernig ungmennaráð ætlar að nýta samfélagsmiðla til að koma upplýsingum um sig á framfæri. Einnig var búið til teymi sem mun halda utan um efni sem fer á miðilinn.
París, Bjarki, Aldís, Íris og Leyla verða með Instagram aðganginn og sjá um að setja á samfélagsmiðlana.
5. Mötuneyti og matvælaöryggi í mötuneytum á fræðslu- og lýðheilsusviði
Ungmenaráð fékk sent til sín niðurstöður varðandi minnisblað um mötuneyti í leik- og grunnskólum. Rætt var um mat í mötuneytum og matvælaöryggi.
6. Samþætting þjónustu barna
Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu kynnti stöðu mála í samþættingu í þágu farsældar barna.
Erindið áframsent frá fræðslu- og lýðheilsuráði til kynningar í ungmennaráði.Tillögur ungmennaráðs: Kynna þjónustugáttina með veggspjöldum í skólum til að nemendur gætu séð að það er hægt að leita að hjálp í gegnum gáttina. Starfsfólk í skólum ætti að kynna fyrir bekkjunum/stigunum og foreldrum, því veggspjöld eru stundum ekki nóg. Þarf samt grípandi veggspjöld. Langbest að kynna veggspjöld í stofum þannig að nemendur viti af því.
7. 2024080249 - Hagaleikskóli
Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla kynnti teikningar af nýjum leikskóla í Hagahverfi fyrir fræðslu og lýðheilsuráði.
Málið var áframsent til ungmennaráðs til kynningar.
Ungmennaráð lýsir yfir mikilli óánægju á grundvelli þess að ekki var tekið mark á áliti ráðsins gagnvart lóð, staðsetningu og teikningu Hagaleikskóla.