Beint í efni
  • Kl. 16:00 - 18:00
  • Rósenborg
  • Fundur nr. 60

Nefndarmenn

    • Aldís Ósk Arnaldsdóttir
    • Bjarki Orrason
    • Fríða Björg Tómasdóttir
    • Heimir Sigurpáll Árnason
    • Íris Ósk Sverrisdóttir
    • Leyla Ósk Jónsdóttir
    • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
    • Ólöf Berglind Guðnadóttir
    • París Anna Bergmann Elvarsd.
    • Rebekka Rut Birgisdóttir
    • Sigmundur Logi Þórðarson

Starfsmenn

    • Arnar Már Bjarnasonumsjónarmaður ungmennaráðs
    • Ari Orrasonfundarritari
  • 1. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2025

    Málsnúmer 2023030583

    Rætt var um fyrirhugaðan bæjarstjórnarfund unga fólksins sem fer fram í vor.

    Á fundinum var ákveðið að Íris Ósk verði fundarstjóri og klárað að fara yfir þau mál sem lögð verða fram á fundinum.

  • 2. Kynning á niðurstöðum Stórþingsins fyrir stýrihóp Barnvænts sveitarfélags

    Málsnúmer 2024080352

    Óskað var eftir að fulltrúar ungmennaráðs mæti á næsta fund stýrihóps Barnvænts sveitarfélags þann 13. mars og kynni niðurstöðurnar af Stórþingingu.

    Leyla Ósk Jónsdóttir og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir munu fara fyrir hönd ráðsins að kynna.

  • 3. Barnamenningarhátíð 2025

    Málsnúmer 2024090963

    Rætt var um Sumartóna 2025.

    Ákveðið var að hafa samband við VÆB.

  • 4. Samfélagsmiðlar

    Málsnúmer 2022120502

    Rætt var um hvernig ungmennaráð ætlar að nýta samfélagsmiðla til að koma upplýsingum um sig á framfæri. Einnig var búið til teymi sem mun halda utan um efni sem fer á miðilinn.

    París, Bjarki, Aldís, Íris og Leyla verða með Instagram aðganginn og sjá um að setja á samfélagsmiðlana.

  • 5. Mötuneyti og matvælaöryggi í mötuneytum á fræðslu- og lýðheilsusviði

    Málsnúmer 2025020514

    Ungmenaráð fékk sent til sín niðurstöður varðandi minnisblað um mötuneyti í leik- og grunnskólum. Rætt var um mat í mötuneytum og matvælaöryggi.

  • 6. Samþætting þjónustu barna

    Málsnúmer 2022110260

    Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu kynnti stöðu mála í samþættingu í þágu farsældar barna.



    Erindið áframsent frá fræðslu- og lýðheilsuráði til kynningar í ungmennaráði.

    Tillögur ungmennaráðs: Kynna þjónustugáttina með veggspjöldum í skólum til að nemendur gætu séð að það er hægt að leita að hjálp í gegnum gáttina. Starfsfólk í skólum ætti að kynna fyrir bekkjunum/stigunum og foreldrum, því veggspjöld eru stundum ekki nóg. Þarf samt grípandi veggspjöld. Langbest að kynna veggspjöld í stofum þannig að nemendur viti af því.

  • 7. 2024080249 - Hagaleikskóli

    Málsnúmer 2025030295

    Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla kynnti teikningar af nýjum leikskóla í Hagahverfi fyrir fræðslu og lýðheilsuráði.

    Málið var áframsent til ungmennaráðs til kynningar.

    Ungmennaráð lýsir yfir mikilli óánægju á grundvelli þess að ekki var tekið mark á áliti ráðsins gagnvart lóð, staðsetningu og teikningu Hagaleikskóla.