Beint í efni
  • Kl. 08:15 - 11:46
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 444

Nefndarmenn

    • Þórhallur Jónssonvaraformaður
    • Jón Þorvaldur Heiðarsson
    • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
    • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
    • Jón Hjaltason
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Einar Sigþórssonverkefnastjóri skipulagsmála
    • Steinunn Karlsdóttirfundarritari
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
  • 1. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2026-2029

    Málsnúmer 2025030027

    Kynnt ferli fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2026.

    Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fundinn undir þessum lið.

    Skipulagsráð þakkar Kristínu fyrir kynninguna.

  • 2. Breyting á aðalskipulagi - reitur VÞ13 eða Naustagata 13

    Málsnúmer 2024080332

    Til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 26. mars sl. eru lögð fram viðbrögð lóðarhafa Naustagötu 13 við athugasemdum og umsögnum sem bárust við tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar. Auglýst tillaga er jafnframt lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Hluti athugasemda eiga eingöngu við um deiliskipulag svæðisins en eru teknar saman með aðalskipulagsbreytingunni.

    Skipulagsráð frestar afgreiðslu.



    Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista óskar bókað:

    Ég er í megindráttum sömu skoðunar og ég tjáði í skipulagsráði fyrir ári síðan. Athugasemdir íbúanna styrkja þá skoðun mína. Jákvætt er að leyfa íbúðir á reitnum, sérstaklega fyrir ofan atvinnuhúsnæði, ef það má verða til að uppbygging á reitnum verði loks að veruleika. Fimm hæða sérstandandi 3 þús. m² fjölbýlishús sé hins vegar komið út fyrir öll mörk á lóð sem er ætluð undir verslun og þjónustu. Fermetrastærð íbúðarhúsnæðis á reitnum ætti ekki að vera meiri en fermetrastærð atvinnuhúsnæðis. Fimm hæðir sé of hátt, hæðir ættu helst ekki að vera fleiri en þrjá. Neðsta hæð ætti í öllum tilfellum að vera fyrir verslun og þjónustu.



    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, óskar bókað:

    Ég geri athugasemdir við feril málsins og ítrekaðan framkvæmdafrest lóðarhafa. Það getur ekki talist eðlilegt að einum aðila sé gert kleift að breyta gildandi skipulagi, úr lóð þar sem byggja má hús á einni hæð fyrir verslun og þjónustu, yfir í fimm hæða hús fyrir verslun, þjónustu og íbúðir á efri hæðum, án þess að fyrir því séu, sérstök, málefnaleg og gild sjónarmið. Eðlilegt hefði verið að öllum hefði verið gefinn kostur á að sækjast eftir umræddri lóð á breyttum forsendum, enda geta þær breytingar sem hér um ræðir haft veruleg áhrif á verðmæti lóðarinnar.



    Sindri S. Kristjánsson S-lista óskar bókað:

    Fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsráði ítrekar fyrri bókun sína í þessu máli þar sem miklum efasemdum er lýst um þessar tilteknu hugmyndir að breytingu á skipulagi svæðisins, sem m.a. endurspeglast í athugasemdum og mótmælum fjölda íbúa á svæðinu. Framkomin svör lóðarhafa við athugasemdum gera lítið til að slá á þessar efasemdir. Nefnd svör lóðarhafa sýna jafnframt enn á ný hversu tvístígandi hann er varðandi áform sín samanber hugmyndir um heilsugæslustöð á reitnum sem þar eru endurtekin. Afstaða mín er óbreytt. Veita ætti lóðarhafa sanngjarnan frest til að framkvæma samkvæmt gildandi skipulagi, en að öðrum kosti að taka lóðina til baka og endurskoða uppbyggingu á svæðinu á forsendum skipulagsráðs.

  • 3. Naustagata 13 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2023050110

    Til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 26. mars sl. eru lögð fram viðbrögð lóðarhafa Naustagötu 13 við athugasemdum og umsögnum sem bárust við tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar. Auglýst tillaga og athugasemdir- og umsagnir eru jafnframt lögð fram.



    Sjá mál 2.



    Þá er er jafnframt lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. apríl 2025 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til framkvæmda til þess dags að formlega verði búið að ljúka yfirstandandi skipulagsvinnu.

    Skipulagsráð frestar afgreiðslu á deiliskipulagi lóðarinnar. Ráðið samþykkir að veita frest til framkvæmda til þess dags að formlega verði búið að ljúka yfirstandandi skipulagsvinnu.

  • 4. Höfðahlíð 2 - breyting á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2025040917

    Erindi dagsett 23. apríl 2025 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Höfðahlíð 2. Óskað er eftir að bílastæðum innan lóðar verði fjölgað úr fjórum í sjö.

    Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Höfðahlíð 2 sem felur í sér fjölgun stæða innan lóðar úr 4 í 6, miðað við að það verði fjórar íbúðir í húsinu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.



    Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • 5. Eiðsvallagata 18 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

    Málsnúmer 2025010292

    Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Eiðsvallagötu 18 ásamt innkominni athugasemd frá eigendum Norðurgötu 14-16. Þá eru jafnframt lagður fram tölvupóstur frá umsækjanda um deiliskipulagsbreytingu dagsettur 29. apríl 2025.

    Þar sem ekki liggur fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar vegna framkvæmda á lóðamörkum samþykkir meirihluti skipulagsráðs ekki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Eiðsvallagötu 18. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.



    Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.

    Fylgiskjöl
  • 6. Fálkafell - skátaskáli - umsókn um enduruppbyggingu

    Málsnúmer 2024031109

    Skipulagsráð veitti leyfi fyrir enduruppbyggingu skátaskálans með þeim skilyrðum að nýr lóðarleigusamningur yrði útbúinn með þeirri kvöð að Akureyrarbær fengi forkaupsrétt á eigninni. Skátafélaginu Klakki voru send drög að samningi ásamt tillögu að lóðaruppdrætti sem þeim hugnast ekki og óska þeir nú eftir stærri lóð sem nær til brunnhúss sem sér skálanum fyrir vatni. Meðfylgjandi er mynd með tillögu að lóðarstærð og lögun lóðar frá skátum.

    Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði stækkuð til samræmis við ósk Skátafélagsins Klakks með því skilyrði að aðgengi almennings að lóðinni verði tryggt.

    Fylgiskjöl
  • 7. Ránargata 24 - ósk um P-skilti

    Málsnúmer 2025040326

    Erindi dagsett 8. apríl 2025 þar sem Inga Sigrún Ingvadóttir sækir um að fá merkt P-stæði við heimili sitt að Ránargötu 24.

    Skipulagsráð samþykkir að merkt verði almennt P-stæði utan við hús Ránargötu 24.

  • 8. Smárahlíð/Þórsvöllur/Glerárskóli - ósk um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2025040788

    Erindi dagsett 22. apríl 2025 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. Norðurorku hf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna nýrra fram- og bakrásarlagna í Smárahlíð og innan íþróttasvæðis Þórs. Framkvæmdin er framhald verkefnis á nýtingu glatvarma frá verksmiðju TDK í Krossanesi á upphitun á bakrásarvatni hitaveitu Norðurorku.

    Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

    Fylgiskjöl
  • 9. Útivistarstígar við Klettaborgir - umsókn um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2025030964

    Lögð fram umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðis dagsett 19. mars 2025 um framkvæmdaleyfi fyrir gerð útivistarstíga/slóða sem tengja saman Klettaborg, Hrafnabjörg, Kringlumýri og Kambsmýri. Er gert ráð fyrir um 1,2 m breiðum sallastíg.

    Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en telur að gera þurfi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og merkja inn lóðirnar sem útivistarstíga. Leggur ráðið til að bæjarstjórn samþykki lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi.

    Fylgiskjöl
  • 10. Gangbraut í Kaupvangsstræti (Gilinu)

    Málsnúmer 2025030227

    Lagt fram að nýju minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 6. mars 2025 varðandi gönguþverun í Kaupvangsstræti (Gilinu).

    Meirihluti skipulagsráð samþykkir að gerð verði gönguþverun til samræmis við fyrirliggjandi erindi.



    Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.

  • 11. Kisukot

    Málsnúmer 2025010584

    Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. apríl 2025:

    Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. mars 2025:

    Lagður fram þjónustusamningur til eins árs um tímabundna meðhöndlun á köttum.

    Bæjarráð samþykkti árið 2023 að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð fól forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.

    Nú liggja fyrir drög að þjónustusamningi og minnisblað vegna málsins og er því vísað til bæjarráðs til umræðu og afgreiðslu.

    Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista óskar bókað:

    Það er brýnt að það verði tekið tillit til ákvæða laga og reglugerða sem varða náttúruvernd og dýravelferð þegar kemur að vinnu vegna dýra á vergangi.

    Dýr sem komast ekki af á víðavangi án reglulegra fóðurgjafa geta ekki talist vera eðlilegur hluti af íslenskri náttúru.

    Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar skipulagsráðs.

    Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að grenndarkynna starfsemina fyrir íbúum Löngumýrar 1, 3, 4, 5, 7, 9, 10, 11 og 12.



    Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá.

  • 12. Goðanes 3B - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2025040831

    Erindi dagsett 22. apríl 2025 þar sem HSH verktakar ehf. sækja um lóð nr. 3B við Goðanes þar sem áform eru um að byggja 1000-2000 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum.

    Tvær umsóknir bárust í lóðina Goðanes 3B og við útdrátt féll lóðin í hlut P3 fasteigna.

  • 13. Goðanes 3B - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2025040833

    Erindi dagsett 22. apríl 2025 þar sem P3 fasteignir ehf. sækja um lóð nr. 3B við Goðanes þar sem áform eru um að byggja 1000-2000 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum.

    Tvær umsóknir bárust í lóðina Goðanes 3B og við útdrátt féll lóðin í hlut P3 fasteigna. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

  • 14. Sjafnarnes 11 - umsókn um lóð

    Málsnúmer 2025031101

    Erindi dagsett 21. mars 2025 þar sem Nesbræður ehf. sækja um lóð nr. 11 við Sjafnarnes þar sem áform eru um að byggja húsnæði undir reksturinn.

    Þar sem fyrirliggjandi umsókn var sú eina sem barst í lóðina innan auglýsts tímafrests samþykkir skipulagsráð erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

  • 15. Móahverfi - auglýsing lóða 2025 - 2027

    Málsnúmer 2025030190

    Lögð fram tillaga að úthlutunarskilmálum fyrir lóðirnar Lyngmói 13-21 og Lækjarmói 1-7 í Móahverfi. Er gert ráð fyrir að byggingarréttur lóðanna verði boðinn út.

    Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsskilmála og leggur til við bæjarráð að lóðirnar Lyngmói 13-21 og Lækjarmói 1-7 í Móahverfi verið auglýstar með útboði þar sem hæstbjóðandi fær lóðunum úthlutað.

  • 16. Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

    Málsnúmer 2023030521

    Lögð fram uppfærð tillaga að útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1-3 í miðbæ Akureyrar. Fyrir liggur samþykki bæjarráðs um að fara útboðsleið sem og ákvörðun bæjarstjórnar um hlutfall gatnagerðargjalds.

    Skipulagsráð samþykkir uppfærða tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1-3. Eingöngu er um minniháttar breytingar að ræða og er því ekki þörf á að leggja málið fyrir bæjarráð eða bæjarstjórn að nýju.

  • 17. Tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum

    Málsnúmer 2025020487

    Lögð fram tillaga um tímabundna lækkun á afgreiðslugjaldi fyrir stöðuleyfi vegna gáma í tengslum við átak um tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum. Er gert ráð fyrir að gjaldið verði lækkað um 50%.

    Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að lækkun gjaldsins gildi til 1. september 2026. Málinu er vísað í bæjarráð.

  • 18. Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka

    Málsnúmer 2023020987

    Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 7. mars 2025 varðandi fjölgun gjaldtökusvæða í miðbæ Akureyrar. Er lagt til að 8 stæði í Túngötu breytist í gjaldtökustæði P2 auk þess sem 6 ný stæði við Hofsbót 2 verða hluti af gjaldtökustæði P1.

    Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að 8 stæði við Túngötu og 6 stæði við Hofsbót breytist í gjaldtökustæði til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað.



    Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá og vísar í fyrri bókanir um gjaldtöku bílastæða.

  • 19. Strandgata 1 - áform um stækkun

    Málsnúmer 2025040909

    Lagt fram erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar dagsett 31. mars 2025 varðandi áform um stækkun núverandi húss að Strandgötu 1. Byggja áformin á upphaflegum hugmyndum arkitekta hússins og fela í sér stækkun til austurs sem og til norðurs auk þess sem fyrirhugað er að lyfta risi hússins. Er óskað eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fyrirhugaðar framkvæmdir og lagt til að samhliða verði farið í endurhönnun á Ráðhústorgi til að heildarsvipur svæðisins verði samræmdur.

    Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við eigendur Strandgötu 1 um framhald málsins.

  • 20. Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

    Málsnúmer 2022010178

    Lögð fram til kynningar fundargerð 1012. fundar, dagsett 10. apríl 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

  • 21. Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2025

    Málsnúmer 2022010178

    Lögð fram til kynningar fundargerð 1013. fundar, dagsett 25. apríl 2025, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.