Beint í efni
  • Kl. 16:00 -
  • Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
  • Fundur nr. 14

Nefndarmenn

    • Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
    • Þórhallur Harðarson
    • Halla Birgisdóttir Ottesen
    • Lilja Björg Jónsdóttirfulltrúi Grófarinnar
    • Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
    • Rósa Ösp Traustadóttirvarafulltrúi Þroskahjálpar NE

Starfsmenn

    • Anna Marit Níelsdóttirfundarritari
  • 1. Kynning á könnum um íþrótta- og tómstundastarf fatlaðra barna

    Málsnúmer 2025031244

    Anna Marit kynnti drög af niðurstöðu könnunar á íþrótta- og tómstundastarfi fatlaðra barna.

    Samráðshópur um málefni fatlaðra harmar að ekki sé verið að halda við þeirri þjónustu sem Íþróttafélaginn átti að veita. Mikill tími og vinna fór í að koma Íþróttafélaganum á laggirnar og nýleg könnun sýnir að notendur og foreldrar/forráðamenn eru ánægð með þá þjónustu sem Íþróttafélaginn veitir. Samskonar ánægja hefur heyrst frá íþróttafélögunum, samvinna við þau var til fyrirmyndar og ljóst að þörfin fyrir Íþróttafélagann augljós. Íþróttafélaginn var tveggja ára verkefni, nú er sá tími liðinn og við það virðist verkefnið hafa lagst af. Nú er tímabært að Akureyrarbær festi þessa þjónustu í sessi og skoði hvort ekki sé best að starfsfólk frá grunnskólum bæjarins (stuðningsfulltrúar/skólaliðar) sé ráðið í þetta hlutverk þegar þörf er á þjónustu Íþróttafélaga.